Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 142
140
MULAÞING
mjög snemma reist sér kirkjur við heimili sín, til þess að geta dýrkað
Guð sinn á þann veg, sem tíðkaðist í hinum kristna heimi. Enda má
ljóst vera, að kristinn siður varð ekki ræktur - allra síst hinn kaþólski
- án kirkju og presta. Þeir hljóta því einnig að hafa fengið út með sér
hingað presta til þess að syngja helgar tíðir og framkvæma aðrar helgi-
athafnir. Höfðingi sá, er fyrir skipshöfn réð, kann þó fyrst í stað að
hafa látið prestinn syngja messur úti að krossi, sem reistur hefur verið.
En það mun hafa tíðkast nokkuð, að messur hafi verið sungnar undir
berum himni í fyrstu, krossar reistir á guðsþjónustustöðunum og síðar
smákirkjur.
Eftir kristnitökuna, árið 1000, hefur kirkjum vafalaust fjölgað mjög
hratt. Það, sem einkum mun hafa þrýst á höfðingja og efnaðri bændur
að reisa kirkjur á bæjum sínum, hefur, auk beinna hvatninga trúboðs-
biskupa og presta og trúarlegs áhuga, einkum verið þetta:
1) Nauðsyn á vígðu húsi, þar sem unnt væri að framkvæma kristnar
helgiathafnir.
2) Öryggi, sem kirkjuhelgin veitti, þegar óvini bar að garði, er sóttust
eftir lífi manna.
3) Metnaður, að gera ekki minna en hinir, eða hræðsla, að verða fyrir
aðkasti vegna tómlætis um hinn nýja sið.
4) Fyrirheit um það, að með því að reisa kirkju heima tryggðu menn
sér og fjölskyldunni eilífa sáluhjálp, enda sagt, að prestar hafi látið
þau boð út ganga, að svo margir fengju himininn gist, er staðið
gætu inni í kirkju þeirri, sem þeir létu gera.
Fram undir 1100 voru hér engar sóknarkirkjur. Öll guðshús í landinu
voru þá heimiliskirkjur, sem bændurnir höfðu reist á jörðum sínum;
þeir áttu þær, réðu sjálfir til þeirra presta og guldu þeim kaup, - höfðu
allan veg af þeim og vanda.
Hér var því engin þjóðkirkja, sem allsherjarstofnun, fyrr en um
1100, þegar tíundarlögin svokölluð taka gildi (1096). Að vísu hafði
biskup verið kjörinn árið 1056, ísleifur Gissurarson, en vald hans lítið.
Það var ekki fyrr en sonur hans, Gissur ísleifsson, kemur að biskups-
stóli, að þetta tekur að breytast, og hagur kirkjunnar að vænkast. Enda
mun það honum að þakka, að tíundarlögin voru samþykkt.
Það, sem breyttist við þessa lagasetningu Alþingis 1096, var, að
biskupi, prestum og kirkjum voru tryggðar fastar, verulegar tekjur, og
hitt það, að sóknaskipting komst á, er síðar hefur furðu lítið breytt
haldist allt til okkar daga. Jafnframt eru þau guðshús, sem þá voru í
landinu, aðgreind í 3 höfuðflokka, með afar misjöfnum réttindum: