Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 145
múlaþing
143
Mörg guðshúsin hafa eflaust fallið þarna Drottni sínum, þótt einhver
hafi staðið eftir fram á næstu öld. Eftir það hverfa þau nær með öllu.
V
Það er víst, að þessi skrá yfir guðshús í Djúpavogsprestakalli er
hvergi nærri tæmandi. Tæplega hafa þó fleiri kirkjur staðið hér, en
trúlega leynast einhvers staðar bænhús, sem ekki hafa varðveist í
minningunni eða bókum. Það má ráða af þessum orðum sr. Jóns Bergs-
sonar á Hofi, í Sóknarlýsingunni frá 1840, en þar segir hann:
,,A sumwn bœjum sóknanna viðhaldast ávallt af bændunum bœnhús
með því nafni; ei vita bændur þó til að þar hafi nokkru sinni framin
verið guðsþjónusta. “
Auðvitað getur verið, að klerkur sé að vitna til bænhúsanna á Mel-
rakkanesi, Hamri, Búlandsnesi og Múla, sem öll gætu hafa verið uppi-
standandi á þessum tíma, en þó virðist eitthvað meira liggja í þessum
orðum hans. Hvað Papey snertir nefnir hann, að þar messi „prestur
frá Hofi tvisvar um árið mót vissum betalning af ábúanda Papeyjar“,
svo ekki getur bænhúsið þar dulist í þessum ummælum hans áður.
Verður trúlega seint komist til botns í þessu.
HEIMILDIR
Prentaðar:
Björn Jónsson á Skarðsá: Tyrkjaránið á
Austfjörðum 1627.
í: Geymdar stundir; frásagnir af Austur-
landi. 1. bindi. Víkurútgáfan, 1981.
Björn Porsteinsson: íslensk miðaldasaga.
1978.
Daniel Bruun: Papar og Papeyjarför.
I: Geymdar stundir; frásagnir af Austur-
landi. 3. bindi. Víkurútgáfan, 1983.
Einar Laxness: Islandssaga, a-k. Alfræði
Menningarsjóðs, 1987.
sami: fslandssaga, l-ö. Alfræði Menning-
arsjóðs, 1977.
Eiríkur Sigurðsson: Af sjónarhrauni. Aust-
firskir þættir. Skuggsjá, 1976.
sami: Undir Búlandstindi. Austfirzkir
sagnaþættir. Bókaútgáfan Norðri, 1970.
sami (og Halldór Stefánsson): Papeyjar-
saga og Papeyinga.
f: Austurland. Safn austfirzkra fræða; 3.
bindi. Bókaútgáfan Norðri, 1951.
Halldór Hermannsson: Two cartographers.
Islandica XVII. New York 1966.
Halldór Stefánsson: Fornbýli og eyðibýli í
Múlasýslum.
í: Múlaþing. nr. 5, 1970.
Islendinga sögur, I. bindi. Guðni Jónsson
bjó til prentunar. 1986.
Islenzkt fornbréfasafn 1-16. Kaupmanna-
höfn og Reykjavík, 1857 - 1972.
Jón Helgason: Tyrkjaránið. Reykjavík
1963.