Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 147
HALLGRÍMUR HELGASON, DROPLAUGARSTÖÐUM
Dansað í Fellum
Dansinn er sú íþrótt er virðist vera manninum meðfædd. Varla mun
til sú þjóð eða þjóðflokkur, að ekki stundi dans af einhverju tagi, þótt
mjög sé hann með mismunandi hreyfingum og látbragði, sem eðlilegt
er. Eitt er þó sameiginlegt dansi allra jarðarbúa, að framkvæma hátt-
bundnar hreyfingar í takt við einhvers konar hávaða, högg, slög eða
tóna, sem almennt er kallað „rnúsikk" eða hljómlist.
Líklega hefur maðurinn kynnst músikkinni með því að hlusta eftir
hinum ýmsu hljóðum í náttúrunni, svo sem þyt vindsins og vatnanið,
en snemma hefur hann komist upp á lag með að syngja og smíða sér
hljóðfæri. Ef til vill hefur trumban verið fyrsti músikkgjafinn. Hún er
enn aðalhljóðfærið hjá svertingjum suður í heimi og talin ómissandi í
dansmúsikk nútímans.
Elsta hljóðfærið hér á landi er langspilið, sem er strengjahljóðfæri.
í ýmsum heimildum er þess getið, að leikið hafi verið á langspil fyrir
dansi í brúðkaupsveislum, sem voru einu dansskemmtanir í sveitum
hér á landi fram um síðustu aldamót.
Á miðöldum var hringdansinn eða keöjudansinn ríkjandi um alla
Evrópu og mun hafa borist hingað á fyrstu öldum byggðar í landinu,
sem hin fornu danskvæði votta. Ýmist var dansað eftir hljóðfæri (lang-
spili) eða með því að kveða fyrir dansinum, eins og enn tíðkast í
Færeyjum og víðar. Voru dansleikir þessir kallaðir vökur eða gleðir,
en danskvæðin vikivakar. Þeir munu hafa lagst niður á 17. öld á Aust-
urlandi, vegna andstöðu kirkjunnar.
í Útfellum er til örnefnið Dansgjá, og hafa sumir getið þess til að
hún dragi nafn af vikivakadönsum, er þar hafi farið fram áður fyrr.
Þegar dans var svo tekinn upp að nýju á öldinni sem leið, hefur
hann eflaust verið kominn frá Danskinum og breiðst út frá kaupstöðun-
um. Það var paradans, þannig að karl og kona dönsuðu saman og
10