Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Qupperneq 148
146
MULAÞING
hefur svo haldist síðan, þar til nú á síðustu árum, að hver fór að dansa
fyrir sig.
Þá var oftast dansað eftir fiðlumúsikk, en um aldamótin var hnappa-
harmonikkan eða draggarganið orðið algengasta hljóðfærið á dans-
skemmtunum, a. m. k. í sveitum.
Nokkuð jafnsnemma kom munnharpan, sem allir kannast við, og
náðu sumir mikilli leikni í að spila á hana. Ekki leið á löngu uns orgel
fluttust til landsins, og voru þau mikið notuð til að leika fyrir dansi,
eftir að þau urðu algeng í sveitum. Þótti það mikil framför frá litlu
hnappaharmonikkunni. Orgelinu fylgdu ritaðar nótnabækur og þurfti
lært fólk til að spila eftir þeim, skammlaust.
Ekki má heldur gleyma glymskrattanum (grammófóninum), sem
mikið var dansað eftir á 3. og 4. áratugnum. Ungmennafélagið í Fellum
keypti grammófón fljótlega eftir að samkomuhúsið við Rauðalæk var
byggt. Man ég að Sigfús Kristinsson stjórnaði honum.
Eftir heimsstyrjöldina síðari varð svo harmonikkan aftur ríkjandi í
dansmúsikk, en nú í endurbættu formi, með nótnaborði o. s. frv.,
þangað til danshljómsveitir koma til sögunnar.
Hver danstegund var stigin eftir ákveðinni reglu og takti, sem lagið
sagði fyrir um og voru sumir þessara „gömlu dansa“, sem nú eru svo
kallaðir, nokkuð flókin. Þeir hétu ýmsum nöfnum, svo sem vals, ræll,
polki, vínarkrus, mars og marsúkki o. fl.
Ýmislegt bendir til, að töluvert hafi verið dansað í Fellum fljótlega
eftir aldamót, og átti það ef til vill rót sína að rekja til þess, að nokkrir
bændasynir úr hreppnum voru þá sendir í Möðruvallaskóla. Annað er
það, að fremur stutt er á milli bæja í sveitinni. í Útfellum standa
bæirnir nokkurn veginn í þremur röðum. Var því stutt að bregða sér
á ball, þótt eitthvað ábjátaði með veðrið, en þá voru böllin aðeins
haldin að vetrinum.
Realstúdentar, en svo voru Möðruvallasveinar gjarnan nefndir,
kynntust siðum og menningu annarra héraða. Líklega hefur þeim fund-
ist þeir vera útlærðir alheimsborgarar eftir tveggja vetra dvöl í skólan-
um, sem kom m. a. fram í því, að þeir voru djarfari í framgöngu og
ófeimnari en þeir sem höfðu alið sinn aldur heima í sveitinni. Þeir
dönsuðu líka betur og því leist stúlkum betur á þessa kóna en heima-
strákana.
Líklega hefur þeim leiðst fásinnið heima fyrir fyrstu árin eftir Möðru-
valladvölina og því farið að standa fyrir böllum í Fellum, svo heita
máttu þáttaskil í dansmennt á þessum árum.