Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Síða 150
148
MÚLAÞING
við á blótum, líka ungt fólk, því ekki dönsuðu allir í þá daga. Það
kom af sjálfu sér, að margt fólk í Fellum dansaði vel, eftir að böllunum
fjölgaði, þó aldrei væru þau mörg á ári. Sérstaklega dansaði kvenfólkið
vel, en strákar kunnu margir lítið að dansa, sem eðlilegt var, og hopp-
uðu eins og hrossagaukar á harðvelli. Það breyttist svo eftir að margt
ungt fólk fór að sækja alþýðuskólana um 1927. Hending var ef stúlkur
dönsuðu ekki, en margir strákar hötuðu dans, þangað til þeir voru
komnir um tvítugt, eða þeir lærðu að dansa á alþýðuskólunum.
Fellamenn áttu listadansara á árum áður. Einar Eiríksson bóndi í
Fjallsseli var þeirra fremstur. Hann spilaði líka á harmonikku vel og
taktfast, svo að á orði var haft. Sagt var að Einar gæti dansað með
fulla undirskál á höfðinu, án þess að slettist dropi úr henni. Börn
Fjallsselshjónanna dönsuðu öll fallega. Ætla má að dansleikni gangi í
ættir eins og fleira.
Ekki er hægt að skiljast svo við þennan danspistil, að ekki sé getið
dansjöfursins með munnhörpuna, Ólafs Hallgrímssonar í Fjallsseli.
Aldursmunur þeirra góðdansara í Fjallsseli var dálítill, og hafa þeir
sennilega lítið verið á fjölunum í einu, og þeir voru fjarskyldir. Ólafur
var móðurbróðir systkinanna í Fjallsseli. Var það mikill skaði á margan
veg þegar Ólafur féll í valinn á ungum aldri.
Allt fram yfir stríð, var dansinn fast mótaður í sveitinni. Ef vel var
dansað, var sporið stigið eftir hljóðfallinu. Hreyfingar fólksins og atlot
á danspallinum voru þó mjög sundurleitar, svo að var brosað stundum.
Sumir dansanna voru ætlaðir til, að dansparið færi marga hringi, svo
hratt sem stætt þótti. Eins og kunnugt er, var kvenfólkið lengi fram
eftir árum klætt síðum pilsum. Varð af feikna pilsaþytur, þegar hart
var dansað, svo gólfin fínsópuðust, en það gat verið mjög tignarleg
sjón á að horfa.
Það var ekki fyrr en vegurinn var lagður um sveitina, á árunum 1933
- 1935 og kaupstaðafólkið fór að ryðjast á sveitaböllin, að dansinn fór
að taka breytingum. Rokkið og tangóið þótti miklu fínna en gömlu
dansarnir. Allt er þetta nú orðið kallað „gömlu dansarnir", og engin
nöfn lengur á dönsum, sem einu gildir. Nú er svo komið að kavalerinn
veit varla hver hans dama er. Líklega er alveg búið að gera þetta
frjálst, sem annað í frjálsu þjóðfélagi.
Reynt var að hafa sem mesta fjölbreytni í gömlu dönsunum. í staðinn
fyrir að taka alltaf eitt spor áfram, aftur á bak eða út á hlið, var
marserað, stundum tvisvar til þrisvar á nóttu. Að marsinum loknum
stjórnaði marsstjórinn danspörunum um hríð. Skírð voru nokkur pör,