Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 151
múlaþing
149
t. d. eftir heimsálfum, oftast blómum eða þá eldhúsáhöldum. Síðan
var nafnakall, kannað liðið og margt fleira.
Að vetri var alltaf dansað fram á bjartan dag án teljandi hvíldar,
nema hvað fólk gaf sér tíma til að drekka kaffi um miðnættið. Kaffi-
drykkja var alltaf sjálfsögð á böllum í Fellum. Væru ekki efni á að
kaupa sig inn á ball, kom fólkið með kaffiefnið og brauðið með sér.
Var öllu slengt saman, og allir skemmtu sér hið besta. Voru þetta
kölluð „vasaböll“ í Fellum, og fylgdu þau heimskreppunni. Kom eigi
ósjaldan fyrir, að karlmenn komu aftur ogafturinn í danssalinn, komnir
í leðurskó sína, leitandi eftir dömu, eftir að þeir höfðu kvatt og þakkað
fyrir skemmtunina. Varla sáust unglingar á böllum í Fellum, innan við
15 ára aldur. Börnin á ballheimilinu vöktu eitthvað fram eftir nóttu
og horfðu á gleðskapinn, og byrjuðu þá sum að stíga sín fyrstu spor.
Fyrir gat komið, að veður spilltist að vetri, ballnóttina, svo ekki var
fært heim að halda, ellegar að blindbylur var fyrir boðaðan balldag.
Komu þá engir ef veðrið hélst óbreytt til kvölds. Verra var ef birti upp
seint að kveldi, og vildi þá verða fámennt stundum. Sótti þá fólkið,
sem nær bjó ballstaðnum, þótt framorðið væri, en því sem lengra átti
að sækja, þótti of seint að leggja af stað, kannski 2-3 stunda gang,
en oft var farið gangandi á böllin.
Að halda ball var ekki hrist fram úr erminni hér fyrr á árum. I
ungmenna- og kvenfélögum var alltaf kosin ballnefnd, oftast af báðum
kynjum, þó misjafnlega margir, en oftast þriggja til sex manna. Skyldi
nefndin ráða í öllu undirbúningi samkomunnar. Kaupa varð efni til
kökugerðar, hveiti, sykur og kaffi, ásamt ögn af rúsínum og sveskjum.
Síðan varð að skipta þessu niður á nokkur heimili til bökunar, og gerðu
konur það fyrir ekki neitt.
Þá þurfti að útvega dansstaðinn og var það oft töluvert mál, t. d.
varð að gera stofuna og gangana hreina bæði fyrir og eftir ballið, ávallt
í sjálfboðavinnu. Síðan varð að ákveða samkomudaginn. Flelst varð
samkomuboðið að ganga um sveitina einhverjum dögum áður, svo
nægur tími væri til undirbúnings, t. d. að járna hesta og pressa buxurnar.
Áhyggjur af skemmtan þurfti aldrei að hafa, því að hver skemmti
öðrum. Alltaf voru böllin boðuð um helgi, nema þorrablótin voru lengi
fram eftir árum á fyrsta þorradag.
Húsbændur í Fellum voru mjög greiðugir að lána hýbýli sín til gleð-
skapar. Var þó hver kompa í húsinu undirlögð á slíkum nóttum. Rúm-
bestu húsin voru á Skeggjastöðum, Ormarsstöðum, Ekkjufelli og
Hafrafelli, eftir að þar var byggt. Á Birnufelli var byggt 1914 og voru
10*