Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Qupperneq 153
múlaþing
151
Sagnir um sögulegt ball á Hafrafelli um aldamótin, gengu lengi í
Fellum. Hagorður Fellamaður lýsir því á þessa leið:
Ball átti að halda, en bylur kom þá,
beðinn var Dóri að segja þeim frá,
dömunum leiddist hvað Dóri var seinn,
í dögun hann heim kom, og þá var hann einn.1)
Fátt festist sérstaklega í minni um Fellaböllin, og aldrei er getið um
óhöpp eða slys, þeim viðkomandi, enda undirbúningur allur með ágæt-
um.
Upp í hugann kemur ungmennafélagssamkoma á Ormarsstöðum,
haldin á yngismannadaginn veturinn 1918, meðan eldra ungmennafé-
lagið í Fellum var á sínum bestu árum.
Það varð einhver misskilningur í nefndinni, hver þeirra ætti að sjá
ballfólkinu fyrir ljósum og hljóðfæri til að dansa eftir, og einhverjir
þóttust ekki hafa fengið ballboðið. Fólkið dreif samt að, vel sótt að
vanda, en eitthvað hafði komið fyrir. Ballnefndin var eitthvað rislág
og tilkynnti á endanum, að ekkert músikkverk væri til á staðnum, en
von væri bráðlega á orgeli.
Haldreipið var, að sent var með hest og sleða inn að Ási, og orgel
kirkjunnar tekið traustataki, svo hægt væri að halda ballið, en nefndar-
menn kenndu hver öðrum um.
Eftir þetta ball kom upp ballbragur, eignaður Einari Vilhjálmssyni,
ágætum hagyrðingi úr Fljótsdalnum. Var hann staddur á Ormarsstöð-
um að vinna við húsið, sem þá var nýbyggt.
Ormarsstaðaballbragur
Á Ormarsstöðum enn var haldið ógnarmikið skrall,
um annað hundrað manns var saman komið á það ball.
Þótt ekki væri í fyrstunni þar útlitið sem best.
Af áhöldunum vantaði þar nauðsynlegast flest.
Nú settust menn að borðum, þar samt var enginn frútt(?)
því sveskjurnar át Jörgen, og drakk víst með þeim sprútt.
Þá vonir manna bregðast, en verst af öllu er þó
að vera svona þyrstur, þá ýmsir hafa nóg.
) Vísurnar í Hafrafellsballbragnum voru fleiri, en ég kann aðeins graut í þeim. (Veit að
Guðfinnur á Skeggjastöðum átti þær uppskrifaðar). - Höf.