Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 159
múlaþing
157
Sandvík horfir mót norðaustri milli Gerpis að sunnan og Barðsnessins
að norðan, og eru um 8 km frá bæjum í víkinni norður á Barðsneshorn.
Um eins kílómetra breiður sandur er fyrir víkurbotni, en út með víkinni
báðumegin klettastrendur með básum og skorum milli klappa, en upp
af hengiflug víða ófær mönnum. í víkinni er nokkurt undirlendi, um
þrír km frá víkurbotni við Sandvíkurá og inn í 200 m hæð yfir sjó, en
4-5 km frá sjó inn í víkurstafn í Nónsskarði. Röskir 2 km er fjalla á
milli við sjávarmál.
Víkin er umkringd fjöllum æðiháum. Að sunnan er Gerpir 508 m,
austasta fjall á landinu, Skúmhöttur 881 m og síðan Einstakafjall og
norðan við það Nónsskarð áðurnefnt. Út frá því liggja norðan að
víkinni Goðaborgarfjall640m, KjölurogSíða400-600mháarlengjur
með fjórunr grunnum skörðum, Kerlingar-, Sandvíkur-, Síðu- og Af-
réttarskarði. Um Sandvíkurskarð liggur fjölfarnasta leiðin, snúnar
hestagötur um brattar brekkur, klettabelti og urðarklungur upp undir
eða yfir 500 m hátt.
Um Sandvíkurskarð er um hálfrar annarrar stundar gangur til næsta
bæjar, Stuðla við Viðfjarðarmynni. Sandvík er býsna afkróuð vegna
torsóttra leiða og afskekkt í þeim skilningi. Sjóleið til Neskaupstaðar
er 16 - 17 km norður fyrir Barðsneshorn og yfir Norðfjarðarflóa. Til
Vöðlavíkur í Helgustaðahreppi er gönguleið um Tregaskarð vestan
við Skúmhött, en hin forna kaupstaðarleið Sandvíkinga inn úr Viðfirði
um Dys og Víkurheiði til Stóru-Breiðuvíkur.
Nú er kominn í eyði allur kjálkinn milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar
utan við Stóru-Breiðuvík: Hellisfjörður, Viðfjörður, Barðsnesið, Sand-
vík og Vöðlavík auk Krossaness, Karlsskála og Litlu-Breiðuvíkur. Á
þessu svæði var fyrr meir 21 býli, þar af átta í Helgustaðahreppi, auk
margra afbýla og fleirbýlt sums staðar. Austast þeirra var býlið Stekkur
í Sandvík eða Stóristekkur eins og það kallaðist heima fyrir - austasta
býli á íslandi - og hefst nú viðtalið:
Hvað manst þú eftir mörgum bæjum í Sandvík?
Það var nokkuð breytilegt. Eg held eg muni fyrst eftir fjórum bæjum,
en þeir voru fleiri fyrir mitt minni, fimm munu þeir hafa verið flestir
á þessari öld.
Þeir bæir voru allir að norðanverðu í víkinni og ekki langt frá sjó.
Nyrst og yst var Stóristekkur, þá Hundruð, síðan Mið-Sandvík, sem
mun hafa verið upprunalega býlið, næst Partur og Sandvíkursel (Sel í
daglegu tali heima fyrir) spölkorn frá, innar og neðar miðað við víkur-