Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 163
MÚLAÞING
161
Þannig kom fólk og fór í tímans rás og að síðustu rústirnar einar og
mannlausar eftir, en nú er best að hverfa aftur að samræðum Svein-
björns og Ingu Rósu.
Hún spyr um draugagang og sérstaklega drauginn Sandvíkur-Glœsi,
sem frægur er í sögum, hollenskur skipstjóri sem missti skip sitt undan
Gerpi, náði landi með lífsmarki, en var drepinn af Sandvíkurbónda,
sem dró af honum gullhring og stígvél, hirti pípuhatt hans, reykjarpípu
og peningakistil, en fleygði líkinu með glœsibringunni í sjóinn. Þrátt
fyrir þessar ráðstafanir var þó hinn fyrirmannlegi skipstjóri á ferli aftur-
genginn með glæsibringuna, pípuna og hattinn og tók ofan höfuðið
með öllu saman þegar mætti skyggnum og gerði löngum vart við sig á
undan Sandvíkingum er þeir voru á ferð.
Sveinbjörn segir að Hollendingur þessi hafi verið orðinn bull og
vitleysa á uppvaxtarárum hans og enginn trúað sögunni, hvað þá að
hún hafi valdið nokkurri kveitu í Sandvík.
Auðvitað voru til í Sandvík ýmsar þjóðsögur, segir Sveinbjörn.
Reimleikasagna minnist eg þó ekki, en huldufólkstrú var nokkur og
örnefni við það kennd, svo sem Huldufólksklettar og Huldufólkssteinn.
Þessa huldufólkstrú þekkti eg frá fólki mínu og heimili. Það var talað
um að huldufólk væri hér og þar um víkina og það átti að hafa sést.
Hefur nokkurn tíma verið kirkja í Sandvík?
Nei, áreiðanlega ekki, en bænhús var þar og grafreitur, hvort tveggja
fyrir mörgum öldum. í tíð síðari kynslóða var þar hvorugt.
Kirkjuferðir?
Jú, líklega hefur það borið við, en lítið man eg til þess. En prestarnir
komu frá Nesi og lásu messur í heimahúsum. Fóstri minn var mjög
trúaður og mikið fyrir kristilegar athafnir. Hann las húslestra alla þá
tíð sem hans naut við, og það voru mjög hátíðlegar stundir. Hann las
lestrana úr gömlum postillum, m. a. með gotnesku letri - einnig Pét-
urshugvekjur. Hann kunni ósköpin öll af ævagömlum sálmum og
ljóðum.
Krakkar fengu gott uppeldi í Sandvík. Það var gott að vera þar og
manni leið vel. Við vorum þarna hjá góðu fólki - og fólk er reyndar
alls staðar gott, en þrátt fyrir það frelsi sem við nutum og gott atlæti,
þá voru okkur settar ákveðnar lífsreglur, og þær hafði fullorðna fólkið
fyrir okkur líka. Mér dettur í hug, af því að við erum að tala um
trúmálin - það mátti aldrei gantast með þau í áheyrn fullorðna fólksins,
og í öðru lagi var það, að okkur var uppálagt að sýna skepnum nærgætni
u