Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 166
164
MÚLAÞING
Síðufjall, Síðuskarð og Heppa. Innst við sjó Landsendi, þá Hellratangi og -fjara. Vogsfjara
og þá Vogatangi inn og niður af Síðudal við Heppu. Utan við Heppu eru tvö Afréttarskörð,
annað ófœrt jafnan og reyndar bæði nú.
Nú víkur sögunni að barnafræðslu.
í Norðfjarðarhreppi var farskóli þegar eg var á skólaskyldualdri 10
- 14 ára. Þá var kennt á bæjum og skólinn fluttur á milli nokkurra
bæja hvern vetur. Norðfjarðarsveit hentaði sæmilega þetta fyrirkomu-
lag (sem í sjálfu sér var þó slæmt) vegna þéttbýlis þar, samanborið við
suðurbyggðina sundurskorna af fjöllum og fjörðum. Kennarinn kom
þó stöku sinnum á suðurbyggð, til Viðfjarðar og á Barðsnesbæina,
kannski fáeinar vikur á vetri, en aldrei var skóli haldinn í Sandvík á
mínum skólaskyldutíma. Eg var eitthvað bæði á Gerði og Gerðisstekk
þegar skóli var þar, annars ekkert og lærði lítið. Það fann eg þegar eg
kom til Neskaupstaðar síðasta veturinn fyrir ferminguna. Þar var mér
komið fyrir hjá Þuríði Sæmundsdóttur áðurnefndri sem bústýra var
hjá föður mínum á Seli, en hún var þá gift Guðna Sveinssyni móður-
bróður mínum, og þar átti eg annað heimili í kaupstaðnurn á unglings-
árum uns eg fór suður í raffræðinám 19 ára.
Eg var langt á eftir þegar eg kom í barnaskólann í Neskaupstað, en
úr því bættu kennararnir eftir föngum, Eyþór og Sigdór. Einkum þó
Eyþór. Hann var margoft með mig heima hjá sér að segja mér til í
reikningi og fleiru - og tók aldrei eyri fyrir. Eyþór var fullharður
kennari í skólanum fyrir minn smekk, hafði strangan aga, en í tímunum
heima gætti þess ekki. Síðan fór eg í gagnfræðaskólann til Odds. Þar
var þá m. a. Lúðvík Jósepsson kennari, lipur og skemmtilegur. Eg hef