Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 169
múlaþing
167
Höfðuð þið engin vélknúin tæki?
Nei, heyskapar- eða jarðyrkjutæki hafa aldrei verið í Sandvík. Eina
verkfærið sem haft var aftan í hesta var gaddavírsslóði notaður til að
mylja húsdýraáburðinn á túnunum. Hestasleði var líka til, en ekki
kerra, vegir voru engir. Hins vegar var komin trilla til sjóróðra síðustu
árin. Ari Þorleifsson átti trillu.
Já, var sjósókn ekki nokkur þáttur í búskapnum?
Jú, talsverður þáttur. Sjórinn var sóttur að vorinu og að sumrinu
þegar hentaði vegna annarra verka. Það var skammt að fara á mið,
því þorskurinn hélt sig mikið norðan við Gerpisröstina. Það var mest
veitt á færi og fiskurinn saltaður, sumt af honum þurrkað og lagt inn
í verslanir, en sumt haft í soðið heima. Þeir komu á mótorbát frá
Neskaupstað að sækja kaupstaðarfiskinn.
Lendingar?
Þær voru slæmar og gæftir misjafnar eins og gengur. Það var alltaf
lent á Skálunum í vog milli klappa og bátarnir dregnir upp í svokallaða
Rák í sjávarbakkanum. Það var líka hægt að vogbinda þá að sumrinu
milli róðra þegar gott var í sjóinn. Bátar voru aldrei hreyfðir að vetrar-
lagi. Þeim var hvolft í Rákinni á haustin.
Skálar?
Já það er staður sunnan við víkina. Þar komu Norðfirðingar sér upp
aðstöðu fyrir árabátaútgerð og reru með færi og línu sumurin 1918 -
1930 eða vel það, bjuggu í timburskúrum. Sandvíkingar reru þarna
líka sumir á þessum tíma, t. d. þeir Júlíus og Sveinbjörn synir fóstra
míns.1)
Hvaða hlunnindi voru í Sandvík?
Ja, hlunnindi. Mér er nú reyndar ekki alveg ljóst hvað átt er við
með því. Ætli útræðið teljist þó ekki til hlunninda, líka svarðartekjan
og rekinn. Einnig var nokkur eggjataka bæði utan við víkina að norðan
í svokallaðri Afrétt, en einkum þó í Gerpinum. Þar voru svartfuglsegg
og mikið um mávsegg. Eg fór oft í Gerpinn og við gengum rákarnar
og tíndum upp eggin. Auk þess var mikið um fugl, en hann var ekki
mikið skotinn, þó eitthvað.
Faðir minn fór aldrei með byssu og var mjög andvígur fugladrápi.
Saga segir að hann hafi einu sinni þrifið byssu af manni á sjó og fleygt
henni útbyrðis. Hann aflífaði heldur aldrei gripi sína sjálfur. Hann var
') Karl Karlsson verslunarmaöur skrifaði um þessa útgerð og sumarvist Norðfirðinga í
blaðið Þór í Neskaupstað (4. - 9. tbl. 1957). Sú grein er birt í Geymdum stundum II.
bindi (Rv. 1982).