Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 173
JÓN FRIÐRIKSSON Á HRAFNABJÖRGUM
Ljósmóðursókn harða veturinn 1951
Þegar horft er til baka kemur ýmislegt fram í hugann. Löngu liðnir
atburðir sækja á, sumir frásagnarverðir, aðrir ekki. Atburður sá, er
hér greinir frá, var á sínum tíma ekki svo mikið til að fárast yfir, en
nú á öld tækni og framfara í samgöngum væri slík för mér óhugsandi.
Veturinn 1950 - 1951, sem enn gengur undir nafninu harði veturinn,
var sá mesti snjóavetur sem elstu menn mundu og höfðu haft spurnir
af, en það sem reið baggamuninn í samskiptum manna við Vetur
konung var það, að sumarið 1950 var með þeim allra verstu sem komið
hafa hér austanlands. Hey náðust ekki fyrr en um haustið, þá útþvegin
og ekki nema nafnið, enda fór svo að óhemju magni af korni, og heyi
sem fékkst á Suðurlandi, þurfti að aka á svæðið og þar eiga ýtur og
sleðar mestu og bestu þakkir.
5. og 6. mars þennan vetur gerði norðaustan óhemju snjókomu svo
allt, sem þá var ekki komið í kaf, hvarf nú sporlaust. Þó má segja að
hér sannaðist máltækið að fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð
gott, því nú var snjór orðinn það mikill að Guðmundur Jónsson, sem
þá var hér austan lands til hjálpar á snjóbíl sínum gat víða ekið yfir
símalínur þó á jafnsléttu væri. Það er búið að skrifa mikið um þennan
vetur og þau vandræði, sem hann olli, og líka þá undraverðu þrautseigju
og dugnað, er þeir sýndu er mest mæddi á, en það voru þeir er lögðu
nótt við dag við akstur ýtna og trukka sem öllu björguðu.
En það var margt annað sem krafðist úrlausnar þennan vetur og
ekki kom til kasta ýtna eða trukka að greiða úr.
Er þetta gerðist bjuggu á Stóra-Bakka í Tungu hjónin Kristín Þórð-
ardóttir og Hafsteinn Kröyer, enn fremur Malen Gunnarsdóttir og
Kristján Kröyer. Nú er svo ástatt hjá þeim hjónum, Malenu og Krist-
jáni, að senn myndi óborinn erfingi Iíta dagsins Ijós, og þar sem erfitt
myndi verða að ná til ljósmóður vegna ófærðar varð að ráði að ná í