Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Síða 178
176
MÚLAÞING
Ormarshaugur. - Höf. myndaði.
„Það er mál manna að í forntíð hafi hér í Fljótsdalshéraði verið 3 vinir, er
svo hétu: Ormar, Bessi og Rauður, lifði Rauður þeirra lengst. Ormar bjó á
Ormarsstöðum í Fellum, Bessi á Bessastöðum í Fljótsdal og skal hvör þeirra
vera heygður í landeign bæja þeirra. Rauður veit ég ekki hvar búið hefir, en
þá er báðir hinir voru andaðir, mælti hann svo fyrir, að hann heygður yrði á
þeim stað, er sæist til hauga beggja þessara vina hans, og var svo gjört. Rauðs-
haugur er því kallaður í Vallnasveit, fyrir austan Lagarfljót, Bessahaugur fyrir
sunnan túnið á Bessastöðum og Ormarshaugur utarlega í Ormarstaða landi,
rétt fyrir neðan túnið á Hlíöarseli, sem er afbýli frá Ormarsstöðum, en hann
er svo lagaður, að torfgarður er auðsjáanlega af mönnum hlaðinn kringum
hann, á flatri hálfblautri mýri, sem hallar nokkuð til suðurs, og er hlaðinn
hallinn af mýrinni, er því garðurinn hæstur á þann veg sem mýrin liggur lægst,
IV2 al. hár, en lítið yfir Vi al. á þann veg sem hærra er. Lítil vatnslind kemur
fram undan haugnum. Garðurinn er kringlóttur, 70 faðmar í kring á ytri brún.
Haugurinn er líka kringlóttur og uppmjór, af smá malargrjóti saman borinn.
Hann liggur út á innri brún hleðslugarðsins. Ofan af kollinum á garðsbrún allt
um kring eru rífir 13 faðmar. Þegar slegið er ofan í kollinn á haugnum, heyrist
sem undir taki í honum, ætla menn því að hann vera muni holur innan, og er
þegar áformað að brjóta og kanna hauginn hið fyrsta er færi gefst á. Um hauga
þeirra Rauðs og Bessa er mér ókunnugt. - (Frás. um fornaldarl. II, 646- 647).
Þá er Ormarshaugs einnig getið í „Udsigt over mærkelige oldsager
i Island . . sem Finnur Magnússon ritaði veturinn 1816 - 1817,