Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 182
180
MÚLAÞING
Ormarshaugur er í rauninni dæmigerður „fornhaugur“, auk þess sem
hann er myndarleg og formfögur náttúrusmíð, sem ætti tvímælalaust
að vernda fyrir hvers konar raski, jafnvel þótt Ormar gamli eigi þar
líklega engan hlut að máli.
Refsleiði, Refsmýri
Ég hef ekki séð þess getið nema í örnefnaskrá jarðarinnar, en þar
segir:
„Þvermelar heita fyrir framan tún. Utan við þá er Blá (Refsmýrarblá), milli
túns og melanna. Yzt í Blánni, þar sem hún gengur út neðan túns, er Refsleiði,
þúfa í sléttu túni, melholt eða grjót. Par á Refur, fyrsti ábúandi á Refsmýri,
að vera grafinn.“
Þetta á víst að skilja svo, að Refsleiði sé mel- eða grjótholt eitt lítið,
sem var áður í Blánni, en henni hefur nú verið breytt í tún. Holtið
mun enn vera við lýði. Frumheimild að örnefnaskránni virðist vera
Oddur Sölvason sem lengi bjó í Refsmýri (1929-1954). Einnig kannast
faðir minn, Hallgrímur Helgason, við Refsleiði, en hann var alinn upp
í Refsmýri.
í „Búkollu“ vorri stendur, að Refsmýri sé ritað Rifsmýri í Jarðatali
Johnsens og telji kunnugir „að Rifsmýrarnafnið kunni að vera eldra
og eiga rót sína að rekja til „rifs“ eða þurrlendisgranda, sem gengur
út í Refsmýrarblá, skammt frá bæ.“ Fer þá að leggjast lítið fyrir Ref
bónda, þegar hann er orðinn að einu saman rifi.
Ekki er ólíklegt að sögnin um leiði Refs bónda hafi myndast með
hliðsjón af Vopnfirðingasögu, þar sem Refur inn rauði Steinbjarnarson
er sagður hafa búið á Refsstöðunr. Sýnir þetta þá ríku tilfinningu
íslendinga að setja bæjarnöfn í samband við nöfn manna, þar sem þess
var nokkur kostur, og jafnvel að „innsigla“ þá tengingu með því að
vísa á haug eða leiði viðkomandi persónu.
Þetta gat reyndar líka haft annan tilgang, því „haugbúinn“ var jafn-
framt eins konar verndarvættur bæjarins, eins og fjölmörg dæmi sanna.
Hins vega þykir mér líklegast, að bæjarnafnið Refsmýrí sé einfaldlega
kennt við skolla og hafi upphaflega verið nafn á Refsmýrarblá.
Loki (Lokasteinn, Lokasjóður), Hreiðarsstöðum
Sigfús Sigfússon hefur ritað stutta sögu um „Lokastein“, eftir fornum
munnmælum í Fellum (IX. bindi, bls. 37), en þar segir: