Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Síða 183
MÚLAÞING
181
Loki eða Lokasteinn á Hreiðarsstöðum (1988). - Ljósm. höf.
„Spölkorn vestur frá bænum (Hreiðarsstöðum) er vel mannhæðarhár steinn,
er dregst saman að ofan í þunna egg, sem saumhögg. Hann stendur þar á
fögrum fleti. Heitir hann Loki, en flöturinn Lokavellir. Er mælt þeir heiti svo
af því, að Hreiðar hafi á síðustu dögum ævi sinnar, fólgið þar fé sitt undir
steininum. lokað það þannig inni fyrir öðrum mönnum, og boðið að heygja sig
hjá fénu. Er sagt að það væri gert. Ekkert barnameðfæri væri að velta Lokasteini,
enda hefur víst enginn reynt það.“
í Örnefnaskrá Hreiðarsstaða er einnig nefnt Lokavallahraun, sem
er ofan við Lokavelli, og steinninn er nefndur Loki eða Lokasjóður.
Er það síðara líklega myndað með hliðsjón af sögninni, en virðist þó
fremur eiga við fjársjóðinn en steininn.
Nú liggur þjóðvegurinn um Lokavelli, skammt fyrir ofan steininn,
en vellirnir hafa fyrir allmörgum árum breyst í tún, frá Hreiðarsstöðum.
Sem betur fer, var steininum ekki hróflað við þá framkvæmd og stendur
hann nú á miðju túninu, með dálitlu þúfnastykki umhverfis, og virðist
heldur lágreistur tilsýndar, einkum þegar túnið er í vexti. Segir Páll
Sigfússon bóndi á Hreiðarsstöðum, að ekki hafi komið til mála að
ryðja steininum burt, þótt það væri auðvelt með nútíma tækni, vegna
hinnar sérstæðu sögu, sem við hann er bundin og nafn hans. Skildist
mér að Páll teldi það fremur gæfulegt að hafa steininn á sínum stað,
jafnvel í efnahagslegu tilliti.
12*