Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 185
MÚLAÞING
183
í Fellum, Lokatind upp af Krossi í Mjóafirði og fjallið Loka, við
Kollavík í Þistilfirði, auk fáeinna annarra um norðan- og vestanvert
landið.
Hann er þeirrar skoðunar, að Loka-örnefnin vísi til einhvers konar
loka (lokunar) eða enda í landslaginu, og má það til sanns vegar færa
um sum þeirra, eins og Loka í Kollavík, en verður varla heimfært upp
á steininn Loka á Hreiðarsstöðum, nema þá í þeirri merkingu, að þar
sé fjársjóður Hreiðars lokaður inni, eins og Sigfús virðist skilja nafnið.
Sjálfsagt verður seint komist að endanlegri niðurstöðu um tilurð eða
merkingu þessa örnefnis. Það verður jafn óskiljanlegt ogsjálfur guðinn,
sem Bæksted hefur þessi lokaorð um:
„Hér ríkir samt mikil óvissa, þrátt fyrir fjölmargar ýtarlegar tilraunir, sem í
rás tímans hafa verið gerðar til að útskýra innsta eðli Loka, verður hann enn
að teljast litrík goðsagnavera með stórt og greinilegt, en eiginlega gjörsamlega
óskiljanlegt hlutverk." (Bls. 176).
Nollarshaugur, Teigabóli (Hrafnsgerði)
„Nollarsstaðir er nú eigi nefndur bær, en hafa líklega staðið þar sem nú heitir
Hrappsgerði, inn frá Skeggjastöðum, skammt upp frá Lagarfljóti, og er svo enn
í munnmælum. Út á ennunum, þar á milli og Skeggjastaða, er dys, ekki mikil,
sem nefnd er Nollarshaugur, og sér garðs merki umhverfis.“
Svo ritar Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað í ritgerð sinni um
örnefni í fornsögum á Austurlandi. (Safn til sögu Isl., II, 1886).
Sigfús Sigfússon minnist einnig á hauginn í IX. bindi Þjóðsagnanna,
bls. 21, en þar segir:
„Nollarsstaðir voru á milli Arnheiðarstaða og Skeggjastaða. Sumir halda að
þeir hafi verið þar sem Hrappsgerði er nú. En nokkru utar, á milli Hrappsgerðis
og Skeggjastaða, á svonefndum Framteigum, er fornmannshaugur. Er það sagð-
ur haugur Nollars."
Sigfús var ættaður frá Skeggjastöðum og alinn þar upp, svo honum var þetta
vel kunnugt. Loks er haugsins getið í Örnefnaskrá Hrafnsgerðis, þannig: „Svo
er Nollarshaugur, yzt á Fetanum, kringlótt hæð.“
Fetinn (eða Fitinn), sem svo er nefndur, er grund, sem Fetalœkurinn
(Fitalækur) hefur myndað með framburði sínum ofan á Hrafnsgerðis-
mýrar (líkl. áður nefndar Framteigar). Lækurinn rennur nú í djúpum
grafningi niður framanverða grundina og mýrarnar. Virðist þessi grafn-
ingur ekki gamall, og líklega myndaður af skurði sem grafinn hefur
verið fyrir lækinn á síðustu öld. Bæði grundin og mýrarnar hafa þornað
við tilkomu grafningsins, og til þess var leikurinn gerður, en eftir sem