Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 186
184
MÚLAÞING
Nollarshaugur á Teigabóli (1985). - Ljósm. höf.
áður var hægt að veita læknum á engjarnar. Meðfram grafningnum að
utan var kallað Fetabakki. Efst á honum voru byggð fjárhús, líklega
um 1920 - 1930, sem voru kölluð Feti eða Fetahús. (Oftast sagt „á
Fetanum“).
Árið 1954 stofnuðu þeir Jón og Þórarinn, Pálssynir, frá Skeggjastöð-
um, nýbýli á Fetanum, sem hlaut nafnið Teigaból. íbúðarhús var byggt
rétt fyrir neðan stóran melhól, sem virðist vera nafnlaus (mætti kalla
hann Fetahól), og tún voru ræktuð á mýrunum þar fyrir utan og neðan.
Nollarshaugur er nú í þessu túni, um 100 m út frá bænum. Þetta er
hringlaga bunga, um 4 - 5 m í þvermál og um 0,5 m á hæð, vallgróin,
með staksteinum upp úr sverðinum hér og þar. Dæld er í henni miðri,
álíka djúp og hæð bungunnar og virðist þar móta fyrir grjóthleðslu,
líkt og um smákofa hefði verið að ræða. Öll er þessi myndun líkust
því að þarna hefði staðið hringlaga kofi eða byrgi. Ekki sér nú móta
fyrir þeim garði umhverfis hauginn, sem Sigurður Gunnarsson nefnir,
enda hefur hann eflaust verið sléttaður, þegar túnið var gert, hafi hann
á annað borð verið til. (Sjálfur man ég ekki eftir neinum garði þarna).
Að stærð og útliti er þessi fornhaugur reyndar ekki svo frábrugðinn
ýmsum öðrum haugum, sem svo eru kallaðir, t. d. Bessahaug á Bessa-
stöðum í Fljótsdal og haug Hræreks konungs í Kálfskinni, Eyjafirði.
Dældin getur vissulega stafað af því, að menn hafi grafið í hauginn í