Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Síða 187
MÚLAÞING
185
leit að fjármunum, sem var altítt fram um aldamótin síðustu. Ekki
þekki ég þó neinar sögur af slíkum uppgreftri.
Það gegnir í rauninni nokkurri furðu, að „haugur Nollars“ skyldi
vera „settur“ á þennan stað, en ekki heima í Hrafnsgerði, þar sem
flestir gera ráð fyrir að bærinn Nollarsstaðir hafi verið.
Nollar karlinn kemur aðeins fyrir í Fljótsdæla sögu, sem hefur ekki
þótt mikil sagnfræði. Hann er kynntur þannig í sögunni:
„Maður er nefndur Nollar. Hann bjó á þeim bæ, er heitir á Nollarsstöðum.
Það er hið næsta Arneiðarstöðum. Nollar átti fé lítið, en mikla ómegð, og hafði
það mest til atvinnu, er hann leigði. Hann var verkmaður mikill, svartur maður,
manna mestur, kvittinn var hann, illorður og óvinsæll, og í öllu var hann óþokka-
maður. Hann var bróðir Þorgríms toröýfiIs.“
Nollar gerist rógsmaður milli Helga Droplaugarsonar og fóstra hans
Bersa á Bessastöðum, vegna kunningsskapar þeirra við Helgu Þor-
bjarnardóttur á Skeggjastöðum, og hlýtur fyrir það makleg málagjöld,
er þeir bræður Droplaugarsynir fletta hann klæðum og hýða hann úti
í illviðri.
Allar líkur eru til, að Nollar þessi sé alger tilbúningur söguritara,
og svo einnig bæjarnafnið Nollarsstaðir, sem mun heldur ekki þekkt
annarstaðar frá. Eru líkur til, að það hafi verið myndað af fyrrnefndum
melhóli („Fetahólnum"), sem hefur e. t. v. verið nefndur Nollur, enda
er orðið nollur sömu merkingar og hóll og enn notað þannig í örnefnum
á Suðurlandi, en vanalegri merking er hrollur eða kuldi í mönnum
(sbr. nollkalt), og má það verað orðaleikur og gamansemi Fljótsdælu-
höfundar, þegar hann lætur þá Droplaugarsyni hýða Nollar úti í hríð-
inni. Þarf varla að efast um, að nollur hefur verið í honum eftir þá
meðferð, enda gerir höfundur sér far um að láta Nollar verða sem
hlægilegastan. Þetta er þá líka eitt dæmi um góða staðþekkingu höfund-
ar sögunnar.
Sjálfur Nollarshaugurinn er að líkindum gamalt heystæði, sem ef til
vill var hlaðið á ofurlitlum melkolli, er þarna hefur verið.
Heimildir:
Bœksted, Anders: Goð og hetjur í heiðnum Helgi Hallgrimsson: „Fornir haugar og fé-
sið. Rvík. 1986. staðir". Dagur, 27. des. 1985.
Armann Halldórsson (ritstj.): Sveitir og Jón Jóhannesson (útgefandi): Austfirðinga
jarðir í Múlaþingi, I. bindi, Búnaðar- Sögur. íslenzk fornrit, XI. bindi. Rvík
samband Austurlands, 1974. 1950.