Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 191
múlaþing
189
Þaðan skyldi svo ekið á heimleiðinni.
Allur þorri Úthéraðsmanna fór Vestdalsheiði, því hún lá betur við.
Misjafnt var hvernig þessar vetrarferðir heppnuðust. Oft gekk vel ef
veðurlag hélst, en hift gerðist þó engu að síður, að snjó hlóð niður,
og töfin á Seyðisfirði gat komist í viku til hálfan mánuð vegna bylja.
Þegar svo var komið ruku menn út í ófæruna upp á líf og dauða. Þá
var oft þungfært upp Seyðisfjarðarbrekkurnar með 80 - 90 punda
bagga. Slóð var troðin með fótum og höndum og skriðið margan
spölinn.
Baggaburður var að miklu úr sögunni í mínu ungdæmi, en þekktist
þó. Þegar komið var upp á Vatnsbrekku var grindin orðin til trafala
og bera þurfti alla leið yfir heiðina.
Margir biðu heilsutjón í þessum ferðum, og sumir komust aldrei alla
leið. Þeir biðu kannski vors - að hirða sínar þrjár álnir. Um einn heyrði
eg, sem lagði upp með bagga af saltfiski, og þeir fundust samfrosta á
heiðinni.
Mikið af okkar mannfalli í vetrarhörkum stafaði af því að við kunnum
ekki að búa okkur út. Af veðráttu um aldir höfum við aldrei getað
lært neitt. Fátækt hefur verið um kennt, en það er ekki einusinni hálfur
sannleikur. Þó hefðu ekki verið til nema tvær gæruúlpur á heimili hefði
það engan drepið efnalega.
Frumstæðar þjóðir hafa þetta allt í höfðinu, en við vorum svo mikið
í bókmenntum að klæðnaður skipti litlu máli. heldur bara að ganga
endalaust þar til þrekið þvarr. Þá var lagst fyrir og sofnað svefninum
langa.
Þetta mundu eskimóar ekki skilja. Það var ekki fyrr en herinn kom
hingað að við fórum að klæðast úlpum.
En þá var líka hætt að lesa íslendingasögur. Hvort betra hefur verið
verða menn að dæma um, en sjálfur held eg að þetta hefði getað fylgst
að, sagan og úlpan.
Sumarferðir með ull voru leikur einn, aftur á móti hituðu haustferð-
irnar mörgum undir uggum.
Væri tíð góð og snjólaust tók ferðin með sláturfé yst úr Hjaltastaða-
þinghá og Hróarstungu tólf til fjórtán tíma, en í snjó og slydduveðrum
gat þetta farið upp í 20 tíma - bara yfir heiðina.
Eg lenti í einni slíkri ferð. Þá rákum við alla leið inn á Fjarðarheiði.
Af hvaða ástæðum man eg ekki, annars fór mikið af Úthéraðsmönnum
Vestdalsheiði. Heiðar þessar voru líkar yfirferðar.
Að morgni lögðum við á heiðina, í fyrstu var bleytuslydda, sem