Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 192
190
MÚLAÞING
breyttist von bráöar í meira kafald. Við vorum þrír með reksturinn og
lestina. í þann tíð voru það mest lömb sem fóru í slátrun, en þau voru
ekki eins dugleg í snjó og fullorðið fé.
Faðir minn var á undan með lestina, sem ruddi slóð, en við Björn
Björnsson frá Galtastöðum rákum féð. Brátt synti í hverjum læk og
grafningi og lömbin sátu föst í krapinu. Það var ekki fyrr en eftir á að
maður hefði samvisku af þeirri harðneskju sem beita varð.
Svona silaðist þetta áfram og eftir 20 tíma náðum við að Fjarðarseli
í Seyðisfirði og mest fyrir dugnað Björns Björnssonar og hans ágæta
hunds. Fíundur þessi bókstaflega sá um að ekkert yrði eftir, og þess
vegna gátum við einbeitt okkur að því að koma fénu yfir torfærurnar.
Flópnum komum við öllum í Fjarðarsel, en morguninn eftir voru
tvö lömb dauð. Okkur sakaði ekkert vegna þess að við höfðum góð
hlífðarföt.
Þennan dag varð maður úti á Vestdalsheiði og fleiri voru hætt komnir.
Þá skorti hlífðarföt. Þannig skilur oft milli lífs og dauða vegna hugsunar-
leysis.
Annarri haustferð man eg eftir á leið frá Seyðisfirði. Veður hafði
verið gott ofanyfir, en svo fór að kyngja niður snjó og stóð þessi hrina
í viku.
Þegar loks rofaði til var ekki annars kostur en að leggja til heimferðar.
Við röðuðum okkur meðfram lestinni tii að aðstoða þá hesta sem fastir
sátu. Alltaf var skipt um menn og hesta, sem á undan fóru, og eftir
því sem brattinn varð meiri jukust erfiðleikarnir.
Þegar kom að fyrstu brekkunni, en þær eru að mig minnir um 20
upp úr Vestdalnum, var áð um stund. Klyfjar voru teknar niður og
menn gripu til nestis, en ekkert var hægt að gera fyrir hestana, þeir
urðu að standa í röðinni hver hjá sínum klyfjum. Þó voru menn að
mylja á þá brauðsneið. Ekki var af of miklu að taka, og svo voru líka
hundarnir. Áð var stutta stund og síðan aftur sett í gang.
Sumir fóru á undan og reyndu með útsjón og kunnáttu að finna
götuna sem lá í bugðum og krókum, að komast utan götu var vonlaust.
Menn skriðu á köflum og tróðu með höndum og fótum, og síðan var
iestin sett á stað með lausu hestana á undan.
Það sem á undan var gengið fannst okkur, þegar í brekkurnar kom,
leikur einn. Af mörgum hestunum þurfti að bera spöl og spöl, lengri
og skemmri. Hestarnir voru ntisjafnlega duglegir, en hér kom fleira
til. Það sem réð úrslitum var að hestarnir væru rólegir og reyndu að
bjarga sér sjálfir.