Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 193
MÚLAÞING
191
Þeir sem það kunnu fóru þannig að: Lægju þeir á kafi og kæmust
ekki lengra, blésu þeir aðeins, rugguðu sér svo til í fönninni og losuðu
þannig um sig og þokuðust síðan áfram á ný. - Aðrir, og þeir ollu
okkur mestum erfiðleikum, slógu á aðrar nótur. Þeir urðu gripnir
hræðslu, reyndu að stökkva og hamast, en það varð einungis til þess
að þeir þrúguðust dýpra niður, sátu fastir og gáfu upp alla von.
Sálarlíf dýra virðist á mörgum sviðum ekki ósvipað okkar mannanna.
Mikið reyndi á samhjálp og dugnað og hvorugt brást. Það var ekki
spurt um hver ætti hvað, heldur að allt gæti fylgst að.
Þegar kom á Vatnsbrekku, þá efstu og örðugustu, fannst okkur við
vera leystir úr álögum. Þarna var áð tímakorn og eftirhreytum af nesti
skipt á milli manna og dýra. Pelar voru dregnir upp, en samtök virtust
vera um að stilla þar öllu í hóf, enda voru um tveir þriðju hlutar
leiðarinnar ófarnir.
Þegar búið var að láta upp á ný virtist eins og lifnað hefði yfir
hestunum, þeir þekktu þetta allt, vissu að örðugasti hjallinn var klifinn
og skárra fram undan. Leiðin heim hljómaði í eyrum þeirra, þarna
eins og oftar var það aðaldriffjöðrin.
Eg skal ekki teygja lopann um þessa ferð, nú hallaði undan fæti sem
var til bóta - og enginn ympraði þó á vísunni: „hæg er leið til helvítis,
hallar undan fæti.“ Hún átti heldur ekki við að neinu leyti. Ár og gil
og lækir töfðu mikið því allt slíkt er verst í fyrstu snjóum. Eftir um
sólarhring frá Seyðisfirði komum við til byggða og þá voru menn og
hestar matlystugir, en gestrisni brást aldrei á Héraði.
Hér á undan hefur verið gefin innsýn í haust- og vetrarferðir, og þá
er að snúa sér að sumarferðum og undirbúningi þeirra.
Þess skal þá fyrst getið, að frá Geirastöðum í Hróarstungu, þar sem
eg átti heima, en það er næstysti bær þar, var 12 tíma lestagangur til
Seyðisfjarðar, sex í byggð og sex yfir heiðina.
Þá voru ekki vegir aðrir en hestagötur og gatlkænur á vötnum. Þar
til svifferjan kom þurftu Úttungumenn að ferja fé og varning yfir
Lagarfljót og sundleggja hestana. Svifferjan var stór dragferja með
handknúnu spili. Hún var á fljótinu skammt innan við Litla-Steinsvað.
Aftur á móti stóðu Inntungumenn betur að vígi. Þar voru vöð á
fljótinu væri það lítið, og svo fóru margir upp á Lagarfljótsbrú og síðan
Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar.
Á þeim árum var Reyðarfjörður dautt pláss.
Nú skal sagt frá einni kaupstaðarferð að sumarlagi og undirbúningi