Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 199
MÚLAÞING
197
Nú leggjum við út í þessa á og allt gengur vel - það eru orðin
kynslóðaskipti.
Allt þokast í áttina og á einum stað blasir við stórt gil.
„Þetta heitir Merargil,“ kallaði pabbi. „Hver átti þá meri?“ varð
mér að orði, en þótt pabbi væri talinn einn besti hestamaður á Austur-
landi vissi hann ekki skil á þeirri meri.
Næsta kennileiti eru svonefndar Hellur. Þar er farið meðfram stóru
stöðuvatni, og loks stöndum við á brún hinnar nafntoguðu Vatns-
brekku. Þar fórum við af baki og löguðum á hestunum, gjarðir voru
hertar og rófustög athuguð, og hefðu bönd slaknað á pokum var þar
um bætt.
Af þessari brekku sást inn í hið fyrirheitna land. Strandartindur
blasti við í allri sinni tign og á spegilsléttum firðinum sigldu skipin út
og inn. Þau spúðu svörtum mekki, en skildu eftir á sjónum silfurblikandi
rákir.
Allt gekk að óskum niður hinar 20 brekkur, og við náðum inn í
kaupstað eftir 12 tíma ferð. Hestum var komið á gras og heftir, annað
þótti ekki öruggt.
Við versluðum í Framtíðinni svonefndu, og þar höfðu viðskiptavinir
athvarf með allt sitt hafurtask.
Ullina settum við inn í hús og fórum síðan að athuga um gistingu.
Hana fengum við og fæði hjá gömlum frænda okkar.
Eg var orðinn lúinn þó ekkert hefði eg gert, og varð því feginn að
hvíla mig. Samt ríkti mikil spenna með morgundaginn og allt það sem
hann mundi bera í skauti sér.
Við vorum snemma á fótum næsta morgun og gengum út í Framtíð-
arverslunina. Utanbúðarmaðurinn var kominn svo ekki var eftir neinu
að bíða með að vega ullina. Það gekk bæði fljótt og vel, enda var þetta
ekki stórt innlegg. Ullin var metin um leið og líkaði vel utan eitthvað
sem tekið hafði verið frá og fór í annan flokk.
Það var siður pabba að meta ull sína sjálfur. Þegar þessu var lokið
komum við föggum okkar fyrir í skoti einu þar sem var dálítið rými
sem ætlað var sveitamönnum undir farangur sinn. I þessu húsi var líka
öll þungavara, sem var stærsti hluti úttektarinnar. Að þessu loknu
fórum við að skoða sjálfa sáttmálsörkina, búðina.
Fyrst var farið upp á loft þar sem kontórarnir voru, því oftast var
eitthvað sem þurfti að tala um við kaupmanninn sjálfan. Sigurður
Jónsson tók okkur ágætlega, enda var hann í eðli sínu alþýðlegur og
laus við belging og snúðugheit.