Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 201
múlaþing
199
Búðin var ein iðandi kös og hver snerist um annan, búðarmenn og
viðskiptavinir. Eg barst þarna á milli eins og hálmstrá í hvirfilvindi,
og ekki síst vegna þess að eg var alveg doðfallinn yfir allri þessari dýrð.
Var þetta ekki draumur? Gátu svona margir hlutir verið saman komnir
á einum stað í raunveruleikanum? Mátti eg snerta á þessu?
Samt fór eg að leita mér að vasahníf því sá kaupskapur var efstur í
huga mínum. Eg skoðaði hnífana mikið og valdi síðan einn, og það
stóð á blaðinu „Landmandskniv.“ - Eitthvað keypti eg fleira sem eg
átti að traktera heimilisfólkið á, fór svo upp að hásætinu með innleggs-
miðann og lét skrifa úttektina.
Eftir öll þessi ár stendur krambúðin í Framtíðinni mér ljóslifandi
fyrir sjónum. Þarna ægði öllu saman, ætu og óætu. Hefði eg komið
inn í svona búð núna, væri mín hugsun sú að einhver friðarsinni svo-
nefndur hefði hvolft þar úr eggjakörfunni sinni.
Menn byltu álnavöruströngunum og nudduðu vandlega til að prófa
steiningarmagnið í léreftinu. Ekki voru það síst ungir menn, sem
kannski voru að kaupa stúlkunni sinni í sokk eða flík sem mátti sníða
út í eitt. Reyndar voru fæstir svo stöndugir að þeir gætu gefið stúlku
efni í reiðpils eða reiðtreyju, eg tala nú ekki um reiðver, enda fékkst
ekki slíkt í Framtíðinni.
Það sem mest var spennandi var útstillingin, hún var öll niður úr
búðarloftinu. Þar héngu „spásserustokkar,“ hlandkoppar (sem fínar
frúr kölluðu tarínu með haldi), járnrekur og verkfæri af ýmsu tagi,
ljáir, hrífuhausar, stígvél, hagldabrauð í kippum, haglabyssur og margt
annað sem seint yrði upp að telja.
Það gekk ævinlega fljótt að taka út matvöruna, það gat hver maður
þó fermdur hefði verið upp á flatbrauð og svið. Sálarstríðið byrjaði
þegar kom að búsáhöldum og álnavöru. Þar reyndi á þekkingu sem
hjá fæstum var fyrir hendi, en búðarþjónar reyndust þá oft góðir ráðu-
nautar. Pabbi keypti skilvindu og þótti slíkt gott búsílag á þeim tíma.
Allir voru glaðir og reifir, enda höfðu flestir dreypt á hoffmann eða
spíritus. Mér var gætt á steinsykri og rúsínum eða kóngaspörðum.
Ekki veit eg hvort orðið byggðist á þeirri trú að kóngum væri harðlíft.
í sumarkauptíð held eg allir hafi fengið úttekt, því bæði var þá ullin
og kindaloforð að hausti. Að taka ekki út nema á ullina var nokkurs
konar syndaaflausn.
Sjálfsagt hafa margir þurft að fara heim með syndir á nótum eða í
hjarta sínu, því ekki fengu menn út fé sem drepist hafði eða vanhleypt
hafði verið til að vetri. Ekki var leikur að herja út peninga í versluninni,