Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 203
MÚLAÞING
201
við sér, gengur inn gólfið með hraða og segir: „Eg hef gleymt vettlingun-
um mínum þarna sem eg sat.“ Hann beygir sig svo snögglega að skrif-
borðinu, grípur vettlingana og flöskuna með og gengur settlega út.
Sigurður varð einskis var um sinn, en vinurinn fékk umbeðna peninga
hjá manni í versluninni með hjálp flöskunnar.
I þessum ferðum var viðstaðan í kaupstað oftast tveir dagar. Sá fyrri
fór í að klára sig að mestu við úttektina og binda klyfjar, hinn aftur í
snúninga.
Nú þurfti að sinna mínu erindi, sem var að fara í læknisskoðun.
Læknir á Seyðisfirði var þá Kristján Kristjánsson. Ekki veit eg hve
hann var mikill læknir, en hann sameinaði það tvennt, að vera ljúfmenni
og bera samt á sér höfðingjasnið.
Að endaðri skoðun komu reglur: Eg átti að vinna lítið, neyta góðs
matar og sleikja sólskinið. Með þessu fylgdi eitthvað á glasi. Að lokum
lét hann pabba hafa reseft upp á „hund“, en svo voru spíritusskammtar
kallaðir eystra - einn peli á nafn.
Margt annað þurftum við að snúast, og pabbi var líka að sýna mér
bæinn.
Mest var eg hrifinn af búðargluggum og alls konar skartgripum og
einnig mörgum húsum. Pá mátti segja að á Seyðisfirði væri verslað í
öðru hverju húsi.
Svo voru það skipin, bæði segl- og gufuskip. í huganum planlagði
eg að eignast seglskip er árin liðu og losna þar með við rollur og beljur.
Aldrei komst eg samt hærra en að eignast árabáta og trillur til að tapa
á, enda var sú hlutarbót ekki komin í lög að menn gætu lifað jafngóðu
lífi á tapi og gróða.
Eg gekk með stórri minnimáttarkennd um bæinn, vissi að bæði
klæðnaður minn og fas minnti á sveitamennsku. Næstum því allt fólk,
sem við mættum, var sallafínt, frúrnar minntu helst á konur úr ævin-
týrum, og þær litu á okkur eins og við værum eitthvað sem ekki skipti
máli, svifu svo burtu eins og draumsýn. Karlmennirnir voru með stífaða
flibba og glæsibringu niður á nafla eins og kjóinn. Peir gengu uppstertir
sumir með silfurbúin prik veifandi í höndum, teinréttir og taktfastir í
göngulagi.
„Eigum við ekki að heilsa þessu fólki með handabandi eins og í
sveitinni?" spurði eg. „Nei, eg held við sleppum því,“ svaraði pabbi
og glotti. Samt heilsaði hann til margra og suma tók hann tali, hann
hafði komið þarna um áraraðir og þekkti marga.
Eitt þótti mér undarlegt, og það var, að hann talaði við þetta fólk