Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Síða 206
204
MÚLAÞING
eftir nema einum manni í Seyðisfjarðarkaupstað sem gekk hinn svo-
kallaða menntaveg, höfðu þó margir nóg tækifæri til.
Þeir sem settu breyttan blæ á staðinn voru allir aðfluttir. Þar til má
nefna Karl Jónsson spítalahaldara, Sigurð Arngrímsson, Sigurð Bald-
vinsson og Sigurð Björgólfsson.
Börn Skafta ritstjóra þekkti eg ekki, en þau munu hafa skorið sig
úr hvað menntun snerti.
Ekki mun eg halda því fram, að þetta borgaralega fólk hafi verið
verri manntegund en við Héraðsmenn. Eg lýsi því aðeins frá því sjón-
armiði sem þá ríkti. Meira er ekki hægt að heimta, því engar lýsingar
standast dóm reynslunnar ef djúpt er kafað. En þegar þessum ólíku
sjónarmiðum sló saman var það ekki ólíkt því að sameina eld og ís.
Héraðsmönnum fannst Seyðfirðingar líta niður á þá, og þeir kölluðu
þá Hérsa. Þeir kæmu þrammandi á kúskinnsskóm og kynnu ekkert
göngulag. Við höfðum nóga minnimáttarkennd til að þola slíkt ekki,
og sjálfsagt þótti líka hart að tala þannig um bændur sem alltaf væru
kallaðir á prenti höfuð þjóðarinnar. Við launuðum í sömu mynt, kölluð-
um þá uppskafninga, spjátrunga og búðarlokur. Aldrei reis þetta þó
svo hátt að upp úr syði, enda höfðu báðir hagsmuna að gæta. Öfgarnar
voru sjálfsagt á báðar hliðar og bágt að greina hvor átti upptökin.
Hitt er rétt að stéttaskipting á Seyðisfirði var sú mesta sem eg hef
kynnst. Eins og áður er getið var verkafólk þar í miklum minnihluta
og hafði sig lítið í frammi. Skemmtifélagið Bjólfur á Seyðisfirði lagði
t. d. blátt bann við að vinnukonur kæmu þar á ball.
Þessa sambúð Seyðfirðinga og Héraðsmanna hef eg dregið fram til
skýringar hálfkæringstali og glotti föður míns og fleiri er þeir ræddu
við Seyðfirðinga. Margar kátlegar sögur komust á flot í þessari sambúð.
Kona ein í Tungu hafði eitthvað komist niður í borgaralegum venjum
gegnum vinkonu sína á Seyðisfirði, og var þeim hjónum boðið þangað
er þau komu í kaupstað. Hér var þó ljóður á. Maður Jóhönnu, sem
við getum kallað Jón, var fremur höldalegur og matmaður með afbrigð-
um, og lítt hirti hann um hvernig hann sporðrenndi matnum. Nú var
það að hjón þessi fóru til Seyðisfjarðar og voru boðin í mat hjá vinkon-
unni. Það var haft fyrir satt að konan hefði lagt manni sínum stífar
reglur með borðhaldið, því hún var talin hafa bæði tögl og hagldir í
hjónabandinu.
Einn félagi Jóns sá hann koma út úr húsinu að lokinni máltíð líkt
og á flugi. Hann stefndi þangað sem reiðingar hans voru og hinn á
eftir af forvitni. Rífur Jón þar til í hasti, grípur til nestisskrínunnar og