Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 207
MÚLAÞING
205
tekur ósleitilega til matar síns. Hinn undrast þetta mjög og spyr hvort
ekki hafi verið nóg á borðum í áðurnefndu húsi.
,,Jú, það var mikill og góður matur, en það er það gamla þegar hún
Jóhanna er með, þá má ekki bragða neitt, eg má þykjast góður ef eg
slepp með tærnar óskemmdar.“
Margar ferðir fór eg til Seyðisfjarðar sem fulltíða maður, var þá
orðinn lífsreyndur og kunni meira fyrir mér - og samdi þá líka betur
við Seyðfirðinga.
Þá skeði margt skrýtilegt, ekki síst í sambandi við „skammtana“.
Byrjað var á að fara til Kristjáns læknis og fá eitthvað mýkjandi. Hann
lá oftast á bekk, átti erfitt vegna veiki í fótum. Þegar bankað var sagði
hann „kom inn.“ Síðan renndi hann sjónum á manninn, og sýndist
honum að ekki væri um dánarvottorð að ræða eða banamein, tók hann
litla bók upp úr vestisvasa og spurði: „Hvað er það mikið?“
Þegar manns eigin nafn var þrotið var reynt að fá eitthvað út á
heimilisfólkið og sumirlentu kannski þar út yfir. En Kristján fór nokkuð
nærri um það hvort um svindl var að ræða, því fólkið þurfti að vera
til og lifandi.
Það var líkt með hann og Guðmund lækni í Hólminum. Til hans
var komið með lista upp á skammta. Þar sá hann á listanum einn sem
var dáinn og ekki nýlega. Varð honum þá að orði: „Ja, drekkur hann
enn?“ Kristján var öðlingsmaður og vildi öllum greiða gera.
Einu sinni rétt áður en lagt var á fjall kemur til mín einn ágætur
nágranni og spyr hvort eg sjái engin ráð til að ná í einn skammt. Eg
taldi það ekki líklegt en lofaði þó að reyna.
Fór síðan inn og bankaði. „Kom inn,“ og hann lá á bekknum að
vanda.
„Þú ert búinn að fá þinn skammt, eg má ekki láta út á sama nafn
nema einu sinni.“
„Veit eg það,“ sagði eg og tjáði honum eins og var, að þessum vini
okkar þætti ekki gott að leggja á fjallið alveg þurrbrjósta.
„Eg veit þetta allt,“ sagði hann stuttlega, en pappírar hans voru
þrotnir. „Heldurðu að það séu engir þarna í hópnum sem ekki hafa
tekið?“
„Fráleitt,“ ansaði eg.
Þá hikar hann við, en segir: „Attu ekki ömmu?“
„Atti tvær, önnur er nú dáin.“
„Látum hana hvíla í friði, en hvað heitir hin?“