Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 208
206
MÚLAÞING
Eg svaraði því.
„Ætli við skrifum þetta þá ekki á gömlu konuna. Segðu vini mínum
að láta hana njóta þess í einhverju."
Nú ætla eg að segja frá kaupstaðarferð sem var dálítið sérstök og
brosleg, en að vísu lítt til þess fallin að auka hróður minn og gróða.
Eg hafði fyrr um sumarið lent á tal við danskan mann sem vann í
Apótekinu á Seyðisfirði, og hann var að fala hjá mér frímerki og
eggjakoppa, en eg gerði dálítið að því að safna hvoru tveggja. Mér
datt því í hug að afla mér nokkurra króna, en það skal fram tekið að
eg hef ekki hundsvit á peningum.
Eg átti þá einn besta reiðhest í Tungu og var ekki í neinum vandræð-
um að komast leiðar minnar. Hóf eg svo ferð mína og var einn.
Þegar eg kom í Apótekið tók eg upp varning minn og samningar
hófust.
Eggjakopparnir voru sumir nokkuð sjaldgæfir, a. m. k. fálka og
andategunda. Svo voru það frímerkin sem nú mundu í háu verði. Eg
man eftir gömlum tveggja kónga þjónustufrímerkjum meðal annars.
Kaupandi vildi greiða í víni, en það var torfengið utan hundaskammt-
urinn.
Ekki er svo að skilja að eg færi með vín að ráði, en manni fannst
það uppsláttur að vera talinn maður með mönnum, hafa það sem aðra
vantaði. Endirinn varð sá að eg lét varning minn fyrir tvær þriggja pela
flöskur af spíra.
Nú þurfti maður ekki að leggja „hundlaus“ á heiðina, enda var það
lítt talið til stórmennsku að geta ekki glatt kunningja á leiðinni og
þegar heim kom.
Menn voru þarna af Héraði og svo fór að önnur paddan söng sitt
síðasta vers í kaupstaðnum. Þá lagði eg á Grána minn og hélt heimleið-
is.
Þegar eg kom á miðjan Gilsárdal fór eg að finna sterka spírituslykt,
en ekkert hafði eg bragðað sjálfur svo ekki stafaði hún af mér. Eg fór
því af baki og spennti töskuna frá.
Þar var þá tómt gler og tappi hjá.
Mér brá bölvanlega, því nú mundi eg verða talinn kotrass, ekkert
annað átti eg utan fOO gr. af hoffmann handa ferjumanni. Það var
talinn guðlaus maður sem ekki rétti Guðmundi svoddan glas. Hér varð
þó ekki úr bætt og eg steig á bak.
Eg hitti menn að máli á einum þremur bæjum, en engum sagði eg