Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 212
ÁRMANN HALLDÓRSSON
Vísur eftir Björn Halldórsson frá Úlfsstöðum
(bóndi þar 1858 - 1880)
í Múlaþingi 4. hefti 1969 er birt sendibréf frá Birni Halldórssyni til Þorsteins Magnússonar
í Höfn Borgarfirði. Þar er líka stutt ævisöguágrip af Birni. Ekki löngu eftir að þetta birtist
rakst eg á í Landsbókasafni (Lbs. 2827 8to) nokkur heft blöð með kveðskap eftir Björn
og skrifaði upp, því að þá var ljósritun ekki orðin jafnsjálfsögð og nú.
Þessi kveðskapur er spunninn að mestu um dagleg atvik, störf, tíðarfar, mannalát (eftir-
mæli), veikindi, og þar kveður við tón eftir ástæðum hverju sinni, háðskan og gamansaman,
innilegan og trúarlegan. Vísunum fylgja skýringar höfundar, þar sem segir frá tildrögum,
og þær eru flestar tímasettar upp á dag. Þær munu líklega allar ortar á Ulfsstöðum árin
1860 - 1864, og í skrá Landsbókasafns fylgir þeim þessi skýring: „Vísnakver Björns Hall-
dórssonar frá Úlfsstöðum í Loðmundarfirði. Skrifað upp úr dagbókum hans með eigin
skýringum höfundar." Um dagbókina er mér ekki kunnugt, en hér fara á eftir vísur Björns
með skýringum hans og nokkrum upplýsingum og athugasemdum undirritaðs í svigum.
Rétt er að taka fram að nú man eg ekki lengur hvort eg skrifaði skýringar höfundar
orðréttar eða aðalatriði þeirra. Ekki man eg heldur hvort vísurnar eru með rithönd Björns
eða einhvers annars, sem þá hefur skrifað þær upp úr dagbókum hans. - Á. H.
1860
Fór norður heiði í vondu færi og
kom að Klyppsstað (af Vestdalseyri)
3. mars. (Hjálmardalsheiði er hár og
brattur fjallvegur milli Selstaða í Seyð-
isfirði og Sævarenda í Loðmundar-
firði).
Þreytan eyðir þrótti alls,
þorsti neyðir tungu.
Yfir heiði Hjálmardals
hélt eg í leiði þungu.
Leystur upp vefur 10. mars:
í höföld rétti haddagná,
hæversk, nett og fótasmá.
fingur léttir lýðir sjá
leika sléttu bandi á.
Hinn 14. sama mán. kemur Siggi
vinnumaður á Ulfsstöðum (með
brennivín af Seyðisfirði og heldur
áfram með kúta upp á Hérað. Siggi er
ef til vill Sigurður Jóhannesson, vinnu-
maður á Ulfsstöðum þetta ár, síðar
forríkur heildsali í Kaupmannahöfn,
en hann gæti líka verði hinn vinnumað-
urinn sem einnig hét Sigurður -
Jónsson).
Kom að sunnan Siggi minn
sveittur undan kútunum.
Fór í Hérað frændaskinn
flösku- vanur stútunum.
(Veðurfræðingar á gamla vísu geta
ráðið í næstu vísu, sem ort er degi
síðar).