Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 213
múlaþing
211
Skein álfröðull
skýrt í heiði
gyrður breiðum
baugi rosa.
Fór gýll fyrir
frumgjöf ljósa,
þars úlfur
á eftir rann.
17. apríl. Hólmfríður (Einarsdóttir)
kona Bjarnar------sáran-------gengur
taugaveiki. (Hér hef eg sleppt ein-
hverju úr inngangi vísnanna, en ljóst
þó að konan liggur mikið veik).
Svellur mér sáran,
sé eg hvar dauði
bana bitrum
broddi fram otar,
og að hjarta því,
er eg heitast ann,
stefnir sárum
sigðar oddi.
Hlýtur æ að
hlýða boðum
dapur dauði.
Drottinn þínum
skipaðu að stinga
skálm í slíður
eyði lífs
á augabragði.
Léttu böl brúðar,
blíður Drottinn,
þú sem ert einskær
ást og mildi.
Felldu ei stoð þá
er mig styður best,
svift ei barn móður
munaðarlaust.
18. sama mán. Hólmfríði minni
vægra.
Takmörk Drottinn vitum vær
viðburðunum setur.
Á mér liggur en í gær
ofurlítið betur.
28. sama mán., annan í hvítasunnu.
Fergings-bleytu-dimmviðri. Gekk út
að Stakkahlíð, komin ókljúfandi
ófærð. Þar geldfé haugað heim í hús
og gefið öllum skepnum inni. Jarðlaust
alstaðar í sveitinni.
Bóndinn stynur bjargarlaus,
blaðrar ærin svanga,
belja drynur, hengir haus,
hungrið nær vill ganga.
Daginn eftir kom Siggi í Stakkahlíð,
(18 ára sonur bónda þar). Eg fór með
honum til baka og bar 8 fd. (ef til vill
átt við fjórðunga, 40 kg) af töðu, en
hann 6 fd. sem eg fékk Stefáni (bónda
þar Gunnarssyni frá Ærlæk í Öxar-
firði). Hefi eg aldrei orðið lúnari vegna
ófærðar.
1. júní stillt veður. Látnar ær út,
búnar að standa inni í 9 daga. í gær
komu Nesmenn inn að Klyppsstað til
að fá björg handa kúm. Fallnar (úr
hor) um 20 ær á Nesi. Þar enn jarð-
laust. (Aska = kófrok).
Yfir fold með ósköpum
askan hýðir dimma.
Blíða er goldin bændunum,
beljar hríðin grimma.
Bágt er nauða brögnum hjá,
blaktir í snauðum vindur.
Firn og dauða frétta má,
falla sauða kindur.