Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Qupperneq 214
212
MÚLAÞING
11. sama mán. Komum heim Hólm-
fríður mín og eg frá Sævarenda. Frost
í nótt.
Allt er gaddað eins og stál
undan frosti þungu.
Skepnan dauða drekkur skál,
deyja blómin ungu.
1861
Ákast með föli 10. apríl. (Tveimur
dögum síðar byrjar vinnumaður
Björns á Úlfsstöðum, Sigmundur
Matthíasson Long, að skrifa í dagbók
sína, þá er hann hélt alla ævi eftir það.
Af fyrstu færslunni sést að Björn hefur
reynst bænheitur, því að 12. apríl er
komin sunnanátt, logn og sólskinshiti.
En bæn Björns er á þessa leið).
Guð sem ræður himni háum,
hlýrri sól og stjörnum gljáum,
manni jafnt og maðki smáum,
hreggviðranna hríðum léttu,
harðindunum takmörk settu,
bágstadda með brauði mettu.
Gefðu haga gripa kindum,
af gæsku þinnar svala oss lindum,
þíddu snjó með vestanvindum.
16. apríl sama ár andaðist Una (Ein-
arsdóttir 26 ára ekkja eftir Bjarna
Jónsson frá Bárðarstöðum). Hólm-
fríður mín búin að vaka yfir henni í 3
nætur. Hafði rænu fram í andlátið.
Svona lífsins dagar dvína,
en Drottinn tekur alla sína,
þá út er rakin lífsins lína.
í>að huggar oss í hrelling nauða,
hjástoð hans er trygg í dauða,
því Drottinn vitjar sinna sauða.
20. sama mán. Una jörðuð. (Þetta
kemur heim við dagbók Sigmundar.
Hann fer á Seyðisfjörð 18. apríl að
sækja föng til útfararinnar og hefur
meðferðis til vöruskiptaverslunar við
Arnesen kaupmann 10 pund af ull og
4 pund af smjöri. Fyrir það kaupir
hann daginn eftir 5 potta brennivín, 4
pund hrísgrjón, 2 pund skonrok, 5
pund sykur, 2 pund kaffi, 2 potta
messuvín, eitt pund súkkulaði og 100
af saum. Með þetta kemur hann heim
19. apríl og 20. fer jarðarförin fram:
„Alls voru hér aðkomnir í minningu
er haldin var, 22 menn og heimilisfólk-
ið að auki. Var öllum vel veitt bæði
matur, kaffi og vín.“ En hann getur
ekki um erfiljóð Björns, enda ekki víst
að það hafi verið flutt við útförina eða
hann vitað um það).
Hvíl þó móðir
hin margþreytta.
Nú er lífsverki
lokið þínu.
I moldarbeð
hjá manni liðnum
og hjá beinum
barna þinna.
Nú hefir faðir
foldarbúa
lífsins störfum
letri gullnu
letrað á brjóst
barni sínu
þessi orð:
„M hefir sigrað.“