Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 216
214
MÚLAÞING
1864
22. jan. Boðin gisting í Vestdal.
(Sveinn Sveinsson alþm. og bóndi í
Vestdal Seyðisfirði 1824 - 1867).
Held eg að héðan haldi,
hér er ei gott að vera.
Sveinn er fremur svinnur,
sínum rekir líkjast.
Finna vil eg fanna
fingurgefni slynga,
tekur vel mót vini,
vel það huggun tel eg.
11. mars. Eg að vefa, vil láta aka
grjóti, en piltar svara:
Broddalaus bærinn,
bragnar ei staðið fá,
háll harður snærinn,
hljótum því snúa frá.
Munum samt á morgun
með þér halda af stað,
fyrir bón og borgun
bylta grjóti að.
Víst að strita verð eg fús,
vantar þvita hér til bús.
Skal eg flytja Fjalars hús
fyrir þig heim í hlað.
(Heitið þviti og kenningin Fjalars
hús þýðir hvort tveggja steinn).
30. mars. Kafald, allt komið í kaf.
Nafni fann hafdurt dauðan og kvað
sama og selling. Eg svaraði:
Hafdurt og selling segir þú
samlita fugla af sama kyni.
Mér hugsast þá að nefna nú
náskylda þér og Guttormssyni.
Gaukurinn, lómur, lævirkinn
líkast eru þér nokkuð skyldir.
Eg hygg að hrafn sé afi þinn.
Er ættin rakin sem þú vildir?
(Björn virðist eiga við Björn son
sinn 12 ára þetta ár og Björn Gutt-
ormsson vinnumann á Úlfsstöðum.
Sellingur = sendlingur, fjörufugl).
21. maí 1864.
Bústörfin
Gjört var að kolum, tekið til við tættur,
túnið var ausið og fleira starfað margt,
svo var til næstu bæja vegur bættur,
brúðir sat inni að kefla og sauma skart.
Nóg er æ til að starfa á stóru búi,
standa ei tjáir við um nokkra stund,
sérhverju tamast verk því vel eg hjúi,
vinna með forsjá tekur gull í mund.
(Að síðustu vísurnar um steininn,
sem ekki eru tímasettar):
Steinninn
Komdu sæll! þú ert hér einn
elstur minna vina.
Á þig bítur ekki, Steinn,
ellin þung sem hina.
Undir þér eg átti ból
á æskudögum blíðum,
þitt eg löngum skreið í skjól
í skörpum norðanhríðum.
Ætla eg, því aldur mér
endist varla lengur,
en að muni eftir þér
yfirsetudrengur.