Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 219
múlaþing
217
einkum fyrir þá sem hafa séð hana. En
góð kona hefur hún reynst Páli í öllu
hans margvíslega drasli, víst er um
það.
Vert er líka að minnast dálítið á
frammistöðu Páls sem umboðsmanns
sællar minningar. Eg hef heyrt ljótar
sögur um þá frammistöðu, en eigi
verða þær þó taldar hér, enda gjörist
þess þó eigi þörf því margir munu
þekkja þær. Loksins blöskraði mönn-
um svo athæfi umboðsmannsnefnunn-
ar að nokkrir einbeittir mannvinir risu
á fætur og kærðu hann fyrir háyfirvald-
inu og fylgdu kærunni mýmörg vottorð
að sögn. Eftirminnilega refsingu hefði
Páll karlinn að sjálfsögðu fengið ef
meiri miskunn hefði ekki ráðið, kær-
endurnir af mikilsvirtum mönnum
beðnir um að falla frá kærunni og Páli
sagt að segja af sér umboðinu í snatri,
hvað hann náttúrlega gjörði, grátfeg-
inn að sleppa svona billega. Um þessar
mundir mun það hafa verið að einhver
hagmæltur kunningi Páls orti vísu
þessa, sem víða er kunn hér eystra:
Páls í augum titra tár,
og tómur er hans kútur,
því ekki lengur aflar fjár
umboðs .... og m ... .‘)
Af framanskrifaðri mannlýsingu á
Páli, sem í alla staði er sannleikanum
samkvæm má ráða hvaða fjarstæðu
Jón bróðir hans fer með í ævisögubrot-
inu í öðru bindi ljóðmælanna, þar sem
hann segir bæði að Páll sé „drengur
góður“ og að hafi „aldrei gert öðrum
mönnum sér saklausum rangt til.“ Og
svo segist Jón gera sér far um að rita
lýsinguna „samviskusamlega"! Pað
getur skeð að Jón hafi gert tilraun í
þessa átt, en svo mikið er víst að hún
hefur ekki tekist. Var það líka ofætlun
af Jóni, einkum þar sem sagt er að
hann og samviskan hafi allsjaldan mik-
il mök saman. - Eg ætla að enda línur
þessar með þeirri áskorun til alþingis
okkar að það verji fé þjóðarinnar til
einhvers þarfara en til verðlauna! fyrir
siðspillandi níðskáldskap manns eins
og Páls Ólafssonar. En þér, Páll, vil
eg gefa það heilræði, að þú framvegis
hyggir betur en áður að versinu sem
þú líklega kannt:
Forðastu slíka fíflsku grein
framliðins manns að lasta bein o. s. frv.
') Umboðslaun og mútur?