Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Qupperneq 220
Kringskefjur
KOFI Á BREIÐAVAÐI
Eitt sinn sem oftar er eg kom á Breiðavað
sýndi Pórhallur Jónasson mér og útskýrði
afgamlan kofa úti á túninu. Petta var lamb-
hús og kallað Miðhús. Kofann byggði Gísli
Björnsson [sem hlýtur að vera misminni,
Nikulásson réttara. Gísli Nikulásson bjó á
Breiðavaði 1845 - 1846 og 1849- 1850] faðir
Sigurbjargar, móður Benedikts áTókastöð-
um og þeirra systkina.
Kofinn var að innanmáli milli 7 og 8 m á
lengd og 4 m á breidd. Mæniásar voru tveir
„úr Breiðuvíkurkaupstað" sagði Þórhallur,
tilhöggnar júffertur og bil á milli þeirra um
1,20 m. Stoðir upp með garða úr rekaviði.
Garði um 70 sm breiður. Mæniásar hvíldu
á endastoðum og tveir stórir steinar undir
þeim. Garði hlaðinn úr grjóti og garðafjalir
flettingar úr rekatrjám um Zi þumlungur á
þykkt. Tóttin að neðan úr grjóti með torfi
milli laga upp í kindahæð, en þar fyrir ofan
úr veltutorfi. Króarbreidd um IV2 m og
breidd á garða um 60 sm.
Raftaendar hvíldu á steinum á veggjun-
um. Árefti afbirktar og þurrkaðar birki-
renglur úr skógarkjarri í námunda við
Miðsel, beitarhús uppi undir fjalli. (Leifar
af skógi á þessum slóðum eru enn í landi
Tókastaða og Ásgeirsstaða, í fjallsbrekk-
um). Þeim var raðað þvert á raftana næstum
hlið við hlið, birkirenglur fléttaðar saman
þar sem þær náðu ekki milli raftanna, „fitj-
aðar saman“ sagði reyndar Þórhallur. Sver-
ustu lurkarnir náðu þó á milli raftanna. í
nærþaki ofan á birkinu var undanskera, þá
mold yfir og síðan grastorf þar yfir, lagt
þannig að skaraði. Rishæð um 1,30 m.
Kálfar voru þvert á milli mæniása. negldir
með heimagerðum nöglum, fleygmynduð-
um með haus og voru ferkantaðir, 6-7
tommur á lengd. Kálfarnir héldu sundur
mæniásunum:
Kálfur
Ofan á kálfana var hrúgað birkilurkum til
að fá mæninn upp.
Húsið var grafið inn í hól næstum upp í
hliðarveggjahæð, þeir um 1 fet ofanjarðar
að vestan, heldur hærri að austan.
Húsið tók um 30 lömb, með naumindum
þó. Breidd krónna svo, að rétt mátti ganga
aftan við lömbin með veggjum þegar þau
voru á garða.
Þúfnastrompar tveir voru á mæni. „Og
þegar þú ert búinn að þessu, þá er strompur-
inn búinn - máltæki, sagði Þórhallur, er til-
teknu verki var lokið.
Þetta taldi Þórhallur algenga gerð á
húsum, og a. m. k. tvö önnur voru slík á
Breiðavaði í hans búskapartíð. - Á. H.
VIÐAUKAR OG
LEIÐRÉTTINGAR
á greininni: Vegagerð og brúarsmíð í Múla-
sýslum frá 19. öld til 1984 í Múlaþingi 15
(1987) frá Sigurði Þorleifssyni á Karlsstöð-
um í Beruneshreppi.