Þjóðmál - 01.09.2009, Side 8
6 Þjóðmál HAUST 2009
kom ist upp með önnur eins svik við
kjósendur sína og stefnumál flokks síns
og Steingrímur J . Sigfússon hefur kom-
ist upp með hér á landi . Og enginn
stjórn málaforingi í öðrum löndum hefði
komist upp með þær blekk ingar sem sá
maður hefur sýnt í Icesave-málinu . Fyrst
tilkynnti hann landslýð að von væri á
„glæsilegri niðurstöðu“, síðan fegraði hann
blygðunarlaust hinn hrikalega samning og
beitti öllum ráðum til að þingheimur fengi
ekki að vita hvað í honum raun verulega
fólst . Loks þurfti hann að éta ofan í sig
allar sínar fyrri yfirlýsingar um þennan
samning eftir því sem stjórnarandstöðunni
tókst að setja fleiri fyrirvara í hann . Allir
vita hvernig Steingrímur hefur svikið kjós-
endur flokks síns varðandi umsóknina um
aðild að Evrópusambandinu . Hefur meiri
ómerk ingur setið á ráðherrastóli á Íslandi?
Höfuðverkefni hægri manna á næstu miss erum er að eignast dagblað sem
leiðréttir þá skökku mynd sem vinstri
slagsíðan á fjölmiðlunum gefur af veru-
leikanum . Óneita nlega verður mönn um þá
hugsað til Morgunblaðsins . Ekki þess blaðs
sem nú er gefið út undir því nafni heldur
Morgun blaðsins þegar það var og hét .
Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því
að Morgunblaðið var á sínum velmektar-
árum fjórþætt að upp bygg ingu . Í fyrsta lagi
var blaðið pólitískt blað sem tók afdrátt-
ar lausa afstöðu í rit stjórn ar greinum, var
ákveðið hægriblað sem stóð vörð um
borgaraleg gildi og studdi Sjálfstæðis flokk-
inn með ráðum og dáð . Í öðru lagi var
blaðið sannort og traust fréttablað sem
naut svo mikill ar virðingar að meirihluti
landsmanna taldi sig ekki geta án blaðsins
verið . Í þriðja lagi svalaði blaðið almennri
fróðleiksfýsn landsmanna með því að bjóða
upp á fjölbreytt úrval greina af ýmsu tagi . Í
fjórða lagi var blaðið stærsti auglýsinga- og
tilkynningamiðill þjóðarinnar . Stundum
smituðust frétta- og fróðleikshlutar blaðsins
af pólitíkinni, en það var metnaður þeirra
sem störfuðu á blaðinu að halda slíku mjög
í skefjum . Þannig aflaði blaðið sér almennra
vinsælda langt umfram þann stuðning sem
Sjálfstæðisflokkurinn naut . Jafnframt varð
það blaðinu til vegsauka að á því starfaði
gott og grandvart fólk sem var jákvætt að
eðlisfari, uppfullt af þjónustulund og ekki
til í því hroki .
Þessi formúla að velheppnu dag blaði, sem
þróaðist í rit stjóra tíð Valtýs Stefánssonar, er
enn í fullu gildi . Vissu lega hafa orðið miklar
breytingar í fjölmiðlaheiminum, en þær
raska engu um þessa grunnuppbyggingu .
Morgunblaðið starfaði enn í þessum anda
þegar ég vann þar á árunum 1980–1982 .
En þegar ég kom þar til starfa skamma hríð
á árunum 1998–1999 varð mér ljóst að
blaðið var breytt . Hnignun þess var hafin .
Síðan þá hefur blaðið smám saman orðið
að pólitísku allragagni, það eltir blygðunar-
laust fáránlega tískustrauma, hrokinn í
skrifum þess hefur vaxið ár frá ári og alls
kyns óhroði fær að þrífast óáreittur á síðum
blaðsins og í netútgáfu þess .
Munu hinir nýju eigendur gera Morg
unblaðið aftur að sannorðu og fjölbreyttu
fréttablaði sem er jafnframt brjóstvörn
frelsis og borgaralegra gilda í landinu?
Tíminn einn mun leiða það í ljós en fyrstu
mánuðirnir lofa ekki góðu . Ljóst er hins
vegar að hægri stefna í stjórnmálum fær
ekki fjöldafylgi í þessu landi ef ekki er ráðist
skipulega til atlögu við linnulausan áróður
vinstri aflanna sem á greiðan aðgang að al-
menningi í gegnum þá fjölmiðla sem nú
starfa í landinu .
Ánægjulegt er að láta þess getið í lokin að Þjóðmál hafa nú komið út í
nákvæmlega fjögur ár . Fyrsta heftið kom út
haustið 2005 .