Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 8

Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 8
6 Þjóðmál HAUST 2009 kom ist upp með önnur eins svik við kjósendur sína og stefnumál flokks síns og Steingrímur J . Sigfússon hefur kom- ist upp með hér á landi . Og enginn stjórn málaforingi í öðrum löndum hefði komist upp með þær blekk ingar sem sá maður hefur sýnt í Icesave-málinu . Fyrst tilkynnti hann landslýð að von væri á „glæsilegri niðurstöðu“, síðan fegraði hann blygðunarlaust hinn hrikalega samning og beitti öllum ráðum til að þingheimur fengi ekki að vita hvað í honum raun verulega fólst . Loks þurfti hann að éta ofan í sig allar sínar fyrri yfirlýsingar um þennan samning eftir því sem stjórnarandstöðunni tókst að setja fleiri fyrirvara í hann . Allir vita hvernig Steingrímur hefur svikið kjós- endur flokks síns varðandi umsóknina um aðild að Evrópusambandinu . Hefur meiri ómerk ingur setið á ráðherrastóli á Íslandi? Höfuðverkefni hægri manna á næstu miss erum er að eignast dagblað sem leiðréttir þá skökku mynd sem vinstri slagsíðan á fjölmiðlunum gefur af veru- leikanum . Óneita nlega verður mönn um þá hugsað til Morgunblaðsins . Ekki þess blaðs sem nú er gefið út undir því nafni heldur Morgun blaðsins þegar það var og hét . Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að Morgunblaðið var á sínum velmektar- árum fjórþætt að upp bygg ingu . Í fyrsta lagi var blaðið pólitískt blað sem tók afdrátt- ar lausa afstöðu í rit stjórn ar greinum, var ákveðið hægriblað sem stóð vörð um borgaraleg gildi og studdi Sjálfstæðis flokk- inn með ráðum og dáð . Í öðru lagi var blaðið sannort og traust fréttablað sem naut svo mikill ar virðingar að meirihluti landsmanna taldi sig ekki geta án blaðsins verið . Í þriðja lagi svalaði blaðið almennri fróðleiksfýsn landsmanna með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval greina af ýmsu tagi . Í fjórða lagi var blaðið stærsti auglýsinga- og tilkynningamiðill þjóðarinnar . Stundum smituðust frétta- og fróðleikshlutar blaðsins af pólitíkinni, en það var metnaður þeirra sem störfuðu á blaðinu að halda slíku mjög í skefjum . Þannig aflaði blaðið sér almennra vinsælda langt umfram þann stuðning sem Sjálfstæðisflokkurinn naut . Jafnframt varð það blaðinu til vegsauka að á því starfaði gott og grandvart fólk sem var jákvætt að eðlisfari, uppfullt af þjónustulund og ekki til í því hroki . Þessi formúla að velheppnu dag blaði, sem þróaðist í rit stjóra tíð Valtýs Stefánssonar, er enn í fullu gildi . Vissu lega hafa orðið miklar breytingar í fjölmiðlaheiminum, en þær raska engu um þessa grunnuppbyggingu . Morgunblaðið starfaði enn í þessum anda þegar ég vann þar á árunum 1980–1982 . En þegar ég kom þar til starfa skamma hríð á árunum 1998–1999 varð mér ljóst að blaðið var breytt . Hnignun þess var hafin . Síðan þá hefur blaðið smám saman orðið að pólitísku allragagni, það eltir blygðunar- laust fáránlega tískustrauma, hrokinn í skrifum þess hefur vaxið ár frá ári og alls kyns óhroði fær að þrífast óáreittur á síðum blaðsins og í netútgáfu þess . Munu hinir nýju eigendur gera Morg­ unblaðið aftur að sannorðu og fjölbreyttu fréttablaði sem er jafnframt brjóstvörn frelsis og borgaralegra gilda í landinu? Tíminn einn mun leiða það í ljós en fyrstu mánuðirnir lofa ekki góðu . Ljóst er hins vegar að hægri stefna í stjórnmálum fær ekki fjöldafylgi í þessu landi ef ekki er ráðist skipulega til atlögu við linnulausan áróður vinstri aflanna sem á greiðan aðgang að al- menningi í gegnum þá fjölmiðla sem nú starfa í landinu . Ánægjulegt er að láta þess getið í lokin að Þjóðmál hafa nú komið út í nákvæmlega fjögur ár . Fyrsta heftið kom út haustið 2005 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.