Þjóðmál - 01.09.2009, Page 10

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 10
8 Þjóðmál HAUST 2009 Jóhannessyni sterkum böndum . Þá veittu félög tengd Björgólfsfeðgum um 16 milljóna styrki, félög tengd Ólafi Ólafs syni 14 milljóna styrki og félög tengd Ágústi og Lýði Guðmundssonum sömu leiðis 14 milljóna styrki, en Kaupþing, stærsti styrk veitandinn, tengist bæði Ólafi og þeim bræðrum .“ Í því andrúmslofti, sem nú ríkir í þjóðfélaginu og mótar umræður í stjórn- málum og fjölmiðlum, leitast margir við að strika yfir þennan þátt í sögu útrásaráranna, það er að Samfylkingin og Baugsmenn töldu valdamenn Sjálfstæðisflokksins í stríði við auðmennina og fyrirtæki þeirra . Ólafur Ragnar Grímsson orðaði þetta svo í ávarpi sínu frá Bessastöðum 1 . janúar 2004, þegar hann var að búa sig undir framboð sitt sumarið 2004: „Hvernig ætlum við að tryggja að arður- inn af heimsvæðingu viðskiptanna skili sér hingað heim og komi öllum til góða? Hver verður hlutur íslensks almennings í hinum mikla auði sem nýju athafnaskáldin eru að skapa? Hvað er í senn sanngjarnt og vænlegt til árangurs í framtíðinni? Svörin munu ráða miklu um þróunina og höfum í huga að opnun hagkerfisins er þess eðlis, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að fyrirtækin geta einfaldlega flutt heimkynni sín, skattskyldu og þjóðþrifaframlög til annarra landa ef tökin eru hert um of hér heima . En fyrirtækin þurfa líka að skilja að miklum árangri fylgja ríkar samfélagslegar skyldur og ábyrgð .“ Þegar Ólafur Ragnar varar við því, að „tökin“ séu „hert um of hér heima“ á „nýju athafnaskáldunum“ og fyrirtækjum þeirra, er hann að snúast til varnar fyrir út rásar vík ing- ana gegn Davíð Oddssyni og félögum . Það er greinilegur samhljómur milli þessara orða Ólafs Ragnars og þess sem Ingibjörg Sólrún sagði í Borgarnesi nokkrum mánuðum áður . Ólafur Ragnar lét síðan til skarar skríða í þágu Baugs gegn Davíð og co . í fjölmiðla málinu vorið 2004 og gekk þar í flokkspólitískt lið með Sam fylkingunni og vinstri-grænum . Hann fór síðan á svig við þingræðisregluna í lok janúar 2009, þegar hann heimilaði þessum flokkum að mynda minnihlutastjórn . II . Með þessa sögu í huga er furðulegt að fylgjast með því, hvernig tekist hefur að móta það andrúmsloft í þjóðfélaginu eftir bankahrun, að Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Davíðs Oddssonar hafi lagt sig sérstaklega fram um að hygla auðmönnum og fyrirtækjum þeirra . Sjálfstæðismenn hafi hlaðið undir þessi fyrirtæki og veitt þeim brautargengi, þótt augljóst væri, að víða væri pottur brotinn, eins og best hafi komið í ljós í hruninu . Nú sé ekki nóg að kalla alla auðmennina fyrir rétt sem sakamenn heldur skuli sökin jafnframt færð yfir á Sjálfstæðisflokkinn . Að umræður séu á þessu stigi um það bil ári eftir að íslenska bankakerfið hrundi til grunna ber þess vott hve yfirborðsmennska ræður hér miklu . Í sjálfu sér má telja eðlilegt, að pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins reyni að nýta sér hinar gjörbreyttu aðstæður til þess að koma höggi á flokkinn . Viðleitni til þess tók að grafa um sig innan Samfylkingarinnar strax haustið 2008, eins fram kemur í bréfi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Geirs H . Haarde frá New York, sem ég ræði í umsögn minni um bækur varðandi hrunið á öðrum stað hér í þessu hefti Þjóðmála . Hið nöturlega við framgöngu Sam- fylk ingarinnar frá því í október 2008 til janú arloka 2009 var tvöfeldni hennar í garð Sjálfstæðisflokksins og þó sérstaklega Geirs H . Haarde, forsætisráðherra . Við ríkisstjórnarborðið var látið í veðri vaka, að samstarfið um úrlausn hinna brýnu mála væri gott og heiðarlegt, en á bakvið tjöldin var unnið að því að skapa ný ríkisstjórnartengsl við vinstri-græna og fá

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.