Þjóðmál - 01.09.2009, Page 13
Þjóðmál HAUST 2009 11
til að Svavar gæti komið gagnrýni sinni á
lögfræðingana á framfæri . Hinn 15 . júlí
skýrði hinn norski seðlabankastjóri frá því,
að bankinn stæði að baki lögfræðingunum .
Upphlaup þeirra félaga reyndist mark laust .
Tilgangurinn helgaði þó meðalið: Að reyna
að kæfa allar gagnrýnisraddir .
Hér eru nefnd þrjú dæmi, sem öll tengjast
Icesave-málinu, þar sem vinstri-grænir
reyna að þagga niður í þeim, sem halda
uppi málefnalegri gagnrýni á Svavars-samn-
ing ana . Hið einkennilega er, að þögg unar-
stefna þess arms vinstri-grænna, sem styður
Stein grím J . og Svavar í málinu, nýtur að
því er virðist velvilja fjölmiðlunga, enda
tóku þeir þá stefnu í upphafi að best væri að
koma Icesave sem fyrst aftur fyrir sig, það
trufl aði fyrir höfuðmálinu, að troða Íslandi
í Evrópu sambandið .
Eftir að ESB-aðildarumsókninni var
þröngv að í gegnum alþingi, er engu líkara en
fjölmiðlar og stjórnvöld hafi ákveðið að best
væri að þegja sem mest um málið . Hið sama
kemur nefnilega í ljós og í Icesave-málinu,
þegar ESB-málið er brotið til mergjar: Þar
er dæmalaust illa staðið að verki .
Verkefnið er svo stórt og viðamikið, að
ís lenska stjórnkerfið ræður ekki við það
á tímum aðhalds og niðurskurðar . Össur
Skarp héðinsson, utanríkisráðherra, lætur eins
og ESB sé til þess búið að styrkja stjórnarráð
Ís lands til að sinna þeirri skyldu sinni að gæta
hags muna þjóðarinnar í úrvinnslu umsóknar
Íslands . Metnaður utanríkisráðherra fyrir
hönd þjóðarinnar er ekki meiri, enda vill
hann í ESB, hvað sem tautar og raular .
IV .
Í aðdraganda bankahrunsins á tímum Baugs málsins stigu fjölmiðlar varlega til
jarð ar til að styggja ekki Baug, enda fengu
fjöl miðla menn dembuna yfir sig, teldu
Baugs menn á sig hallað . Baugsmiðlarnir
voru að sjálfsögðu trúir eigendum sínum og
sömu sögu er að segja um alla, sem voru
á Baugs spenanum . Morgunblaðið hélt sér
frekar til hlés eins og sannaðist til dæmis,
þegar ákærur á hendur Baugsmönnum voru
birtar sumarið 2005 og málsvörnin hófst í
Frétta blaðinu með stuðningi fjölmiðla og
lög fræð inga í Bretlandi .
Á meðan beðið var dóms hæstaréttar um
frávísun héraðsdóms á ákærunni í Baugs-
málinu í september 2005, gerði Fréttablaðið
harða hríð að Styrmi Gunnarssyni, rit-
stjóra Morgunblaðins. Tilgangurinn var að
hafa áhrif á dómara og aðra í þá veru, að
um pólitíska aðför að Baugi hefði verið að
ræða . Styrmir hefði verið í hópi upp hafs-
manna Baugsmálsins og í samsæri með
Davíð Oddssyni fyrir atbeina Jóns Stein ars
Gunnlaugssonar og Kjartans Gunn ars sonar .
Eftir myndun ríkisstjórnar Jóhönnu Sig-
urðardóttur 1 . febrúar 2009 hafa stjórn-
arsinnar beitt sömu aðferð og Baugsmenn
gerðu á sínum tíma . Gerð eru hróp að þeim,
sem ekki samsinna öllum meginmálum
ríkisstjórnarinnar og fjölmiðlakórinn kyrjar
undir .
Steingrímur J . Sigfússon er hinn pólitíski
holdgervingur ríkisstjórnarspunans, enda
er honum hampað mest allra og þöggunin
háværust í hans þágu .
Í skjóli þess, hvernig Samfylkingin og aðrir
snerust til varnar fyrir Baugsmenn, þreifst
hér fjármálastarfsemi, sem nú sætir rannsókn
hjá sérstakri nefnd á vegum alþingis og
einnig hjá sérstökum saksóknara .
Í skjóli þeirrar þöggunar, sem Samfylking og
vinstri-grænir krefjast nú, færast ríkisaf skipti af
stóru og smáu í vöxt . Upplýs ingum er hald ið
leyndum, eins lengi og frekast er kostur, ráðist
er á gagnrýnendur af offorsi og frekju .
Fjárhagslegt tjón þjóðarinnar er alvarlegt
og sárt . Hitt er þó enn alvarlegra og sárara,
ef því fylgir aðför að góðum og opnum
stjórnarháttum og þögn um allt, sem miður
fer, að kröfu hörundsárra valdhafa, sem telja
sig eina vita .