Þjóðmál - 01.09.2009, Side 14

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 14
12 Þjóðmál HAUST 2009 Eldmessa Guðna Ágústssonar Það kom landsmönnum í opna skjöldu þegar Guðni Ágústsson sagði skyndi- lega af sér formennsku í Framsóknarflokkn- um og þingmennsku fyrir tæpu ári síðan . Guðni stóð þá á hátindi stjórnmálaferils síns, nýorðinn formaður í flokki sínum og nýbúinn að senda frá sér ævisögu sína sem varð metsölubók . En þótt afsögn Guðna hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti var í rauninni langur aðdragandi að henni – hin djúpstæðu innanflokksátök í Framsóknarflokknum . Þau átök kristallast meðal annars í sam- skiptum þeirra Guðna og Halldórs Ás- grímssonar . „Vissulega fann ég fljótt að ég var aldrei maður Halldórs Ásgrímssonar í Framsókn- arflokknum,“ segir Guðni . „En þrátt fyrir það var ég kjörinn varaformaður með glæsi- brag og átti mjög sterka stöðu sem slíkur meðal flokksmanna . Því var það sárt að þurfa að vera að slást við einhver öfl og finna alltaf einhvern innanhússkulda og undirróður gegn manni . Ennfremur bjó ég við það að for maður inn setti aðra ráðherra í lykil stöð ur þar sem varaformaðurinn átti að eiga sæti . Svona vinnubrögð veiktu okkar samstarf og ýttu undir ill indi í flokknum . Sem varaformaður flokksins og stjórnmálamaður sem bjó við heilmikla velgengni hefði verið eðlilegt að ég tækist á við stærri verkefni eftir fjögur ár í landbúnaðarráðuneytinu . En það kærði Halldór sig um og var ekki á dagskrá . Þvert á móti stóðu einhverjir stráklingar fyrir umræðu í flokknum um nauðsyn þess að koma mér og fleiri þingmönnum fyrir kattarnef!“ Guðni minnir á að Halldór hafi á þessum tíma verið mjög traustur í sessi sem leiðtogi Framsóknarflokksins . „Já, hann stóð mjög traustum fótum bæði í flokknum og í þjóðfélaginu alveg fram yfir aldamót . Þá naut hann mikilla vinsælda og ánægja ríkti með ráðherrastörf hans . Það er ekki fyrr en seinni árin sem það fer að breytast . Hann réð því sem hann vildi ráða í flokknum á þessum tíma en var samt ekki mikill hlustandi á viðhorf flokksmanna og Jakob F . Ásgeirsson ræðir við fyrrverandi formann Framsóknarflokksins

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.