Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 14

Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 14
12 Þjóðmál HAUST 2009 Eldmessa Guðna Ágústssonar Það kom landsmönnum í opna skjöldu þegar Guðni Ágústsson sagði skyndi- lega af sér formennsku í Framsóknarflokkn- um og þingmennsku fyrir tæpu ári síðan . Guðni stóð þá á hátindi stjórnmálaferils síns, nýorðinn formaður í flokki sínum og nýbúinn að senda frá sér ævisögu sína sem varð metsölubók . En þótt afsögn Guðna hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti var í rauninni langur aðdragandi að henni – hin djúpstæðu innanflokksátök í Framsóknarflokknum . Þau átök kristallast meðal annars í sam- skiptum þeirra Guðna og Halldórs Ás- grímssonar . „Vissulega fann ég fljótt að ég var aldrei maður Halldórs Ásgrímssonar í Framsókn- arflokknum,“ segir Guðni . „En þrátt fyrir það var ég kjörinn varaformaður með glæsi- brag og átti mjög sterka stöðu sem slíkur meðal flokksmanna . Því var það sárt að þurfa að vera að slást við einhver öfl og finna alltaf einhvern innanhússkulda og undirróður gegn manni . Ennfremur bjó ég við það að for maður inn setti aðra ráðherra í lykil stöð ur þar sem varaformaðurinn átti að eiga sæti . Svona vinnubrögð veiktu okkar samstarf og ýttu undir ill indi í flokknum . Sem varaformaður flokksins og stjórnmálamaður sem bjó við heilmikla velgengni hefði verið eðlilegt að ég tækist á við stærri verkefni eftir fjögur ár í landbúnaðarráðuneytinu . En það kærði Halldór sig um og var ekki á dagskrá . Þvert á móti stóðu einhverjir stráklingar fyrir umræðu í flokknum um nauðsyn þess að koma mér og fleiri þingmönnum fyrir kattarnef!“ Guðni minnir á að Halldór hafi á þessum tíma verið mjög traustur í sessi sem leiðtogi Framsóknarflokksins . „Já, hann stóð mjög traustum fótum bæði í flokknum og í þjóðfélaginu alveg fram yfir aldamót . Þá naut hann mikilla vinsælda og ánægja ríkti með ráðherrastörf hans . Það er ekki fyrr en seinni árin sem það fer að breytast . Hann réð því sem hann vildi ráða í flokknum á þessum tíma en var samt ekki mikill hlustandi á viðhorf flokksmanna og Jakob F . Ásgeirsson ræðir við fyrrverandi formann Framsóknarflokksins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.