Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 17
Þjóðmál HAUST 2009 15
Ég var hins vegar búinn að gera það upp
við mig að ef það yrði áfram mikill ófriður
í flokknum myndi ég hverfa á braut .
Framsóknarflokkurinn var illa farinn,
ekki aðeins af Evrópuátökum og hægri/
vinstri-deilum, heldur af spillingarumræðu .
Halldór Ásgrímsson var til dæmis hart leik-
inn af spillingarumræðunni síðustu árin .
Finnur Ingólfsson var jafnan dreginn fram
og fleiri lykilmenn flokksins . Ég gerði mér
alltaf grein fyrir að það tæki langan tíma að
byggja Framsóknarflokkinn upp og hreinsa
af honum spillingarstimpilinn og að nýtt
fólk yrði að koma til sögunnar til að ná
þeim markmiðum .
En mér fannst þetta fara vel af stað . Ég
fór um landið og fann mikinn stuðning
flokksmanna við mín störf . Við vorum
komin í 12% í mælingum í Gallup í
október 2008, þannig að ég var nú frekar
bjartsýnn á að stjórnar andstaða mín og
þingflokksins félli fólki í geð, ekki síst þegar
fór að harðna á dalnum í efnahagsmálum
hjá ríkisstjórninni .
En í flokknum var þetta ólgandi Evrópu-lið og alls ekki friðvænlegt . Ég taldi
mig hafa fundið góða sáttaleið sem ég lagði
fram á miðstjórnarfundi vorið 2008 um
tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að
þjóðin tæki bæði ákvörðun um hvort sækja
skyldi um aðild og hvort sam þykkja skyldi
aðildarsamning . Þá leið sem sjálfstæðis-
menn gerðu síðar að sinni . Evrópusinnarnir
féllust á þessa leið, þannig að þarna sló ég á
vissan hátt vopnin úr höndum þeirra en
það ýtti um leið undir ófriðinn, einsog síðar
kom á daginn .
Þegar bankarnir hrundu svo í byrjun
október 2008 sagði ég á Alþingi að nú
þýddi ekkert að fjasa um Evrópusambands-
aðild eða evru, við værum stödd á strand-
stað íslensku þjóðarinnar og nú væri það
skylda okkar allra að taka höndum saman á
íslenskum skóm að bjarga þessari þjóð . Við
þessi ummæli fór Evrópuliðið í flokknum
gersamlega á límingunum . Það ákvað að
skera upp herör gegn mér á miðstjórnar-
fundi um miðjan nóvember .
Þessi andróður allur fór ekki framhjá
mér þótt ég ætti sterkt bakland . Ég
hugsaði með mér að flokkurinn þyldi ekki
enn eitt átaka tímabilið . Í hverju áfalli, svo
sem hnífa- og fatamáli Björns Inga, datt
fylgið niður um helming, fór í 5–7%, og
það gerði það líka þegar ég fór . Ég ákvað
flokksins vegna að leika óvæntan leik við
þessar aðstæður og tók þá snöggu ákvörð-
un að hverfa af vett vangi stjórnmálanna
og segja af mér for mennsku . Þar með fékk
Valgerður Sverrisdóttir flokk inn í fang ið
allsendis óundirbúin .
Ég fann við brotthvarf mitt að nú var komið að því að grasrótin tækist á
við þennan eilífa ófrið í flokknum . Ég
vissi fyrir að Páll Magnússon, fyrrum
aðstoðarmaður Finns Ingólfssonar og
Valgerðar Sverrisdóttir, var þá þegar orð-
inn kandídat flokkseigendafélagsins til
formennskunnar . Hann hlaut einungis
rúm 18% í formannskjörinu og féll
út í fyrstu umferð . Það var erfitt fyrir
flokkseigendafélagið að kyngja þessari
niður stöðu . Höskuldur Þórhallsson
tilkynnti framboð sitt og var á margan
hátt vænlegur kostur, enda kemur hann
firn a sterkur út úr sumarþinginu . Ég get
sagt frá því hér að Sigmundur Davíð
Gunn laugsson hafði verið samstarfsmaður
minn og ráðgjafi í hálft ár og ég þekkti
hann áður sem fjölmiðlamann . Ég hvatti
hann til framboðs sem honum fannst nú
ekki líklegt á þeirri stundu . En niður-
staða flokksmannanna í landinu verður í
rauninni sú að þeir vilja finna mann sem
tengist ekki ákveðnum öflum í flokknum .
Flokksþingið var ákall um frið og einingu