Þjóðmál - 01.09.2009, Page 24

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 24
22 Þjóðmál HAUST 2009 Tangarsókn vinstriflokkanna fyrir kosningarnar í vor heppnaðist; Sam - fylk ingin og Vinstrihreyfingin – grænt fram boð náðu meirihluta á þingi og mynd- uðu ríkisstjórn . Sigurinn er keyptur dýru verði því með honum fórnaði róttæka vinstrið á Íslandi stefnumáli sem í senn hefur skilgreint róttækni og verið haldbest í sókn og vörn flokka vinstrimanna . Þegar kurlin koma til grafar verða aðrar og meiri breytingar á landslagi íslenskra stjórnmála en forkólfar vinstriflokkanna ráðgerðu . Allt frá klofningi Alþýðuflokksins á fjórða áratug síðustu aldar eru full veld is stjórn mál í forgrunni róttækra vinstri manna . Komm- únistaflokkur Íslands, Sósíalista flokk ur inn, Alþýðubandalagið og síðast Vinstri hreyf- ingin – grænt framboð höfðu allir þjóð- frelsismálstaðinn í kjarna sínum . Önnur málefni, eins og marxísk hugmyndafræði, þjóðnýting atvinnutækjanna, sovétdaður, þriðjaheimssamúð, heimsfriðarboðskap ur, kven frelsi og náttúruumhyggja komu og fóru; sjálfstæðispólitíkin var kjurr . Stærstu mál Íslandssögunnar á síðustu öld blésu lífi í sjálfstæðisbaráttu róttækra vinstrimanna . Andóf gegn hersetu Breta, stofn un lýðveldis, mótmæli gegn herstöðv- ar samn ingi við Bandaríkin, inngangan í NATO og útfærsla landhelginnar skil- greindu sjálfsvitund róttækra vinstrimanna og pólitík þeirra . Stærstu sigrar róttækra vinstrimanna unn ust í sjálfstæðisbaráttunni . Lúðvík Jós- eps son, sjávarútvegsráðherra, síðar for- mað ur Alþýðubandalagsins, skrifaði undir reglu gerð um útfærslu landhelginnar í 12 mílur árið 1958 . Alþýðubandalagið var aftur gerandi þegar landhelgin var færð út í 50 mílur árið 1972 . Í nafni sjálfstæðis voru gerðar málamiðl- anir við höfuðóvininn . Við stofnun lýðveld- isins náðu forystumenn kommúnista, Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason, saman við formann Sjálfstæðisflokksins, Ólaf Thors, og þeir skrifuðu stjórnarskrá saman að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu . Daginn sem síðasti landsfundur Alþýðu- bandalagsins var haldinn, haustið 1999, sendi Össur Skarphéðinsson þingmaður Al- þýðuflokksins kveðju úr þingstól Al þingis um að nýr flokkur sameinaðra vinstri- manna myndi stefna á inngöngu í Evrópu- sambandið . Þetta var rauða dulan sem tryggði að vinstrimenn yrðu áfram klofnir í tvo flokka . Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð er stofnuð fyrir áratug eru Ameríkanar að tygja sig til brottfarar af Miðnesheiði Páll Vilhjálmsson Hugsjónir, völd og svik

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.