Þjóðmál - 01.09.2009, Page 28

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 28
26 Þjóðmál HAUST 2009 myndunarviðræður við Sam fylk ing una . Hann fékk samþykktan texta á lands f undi sem mætti lesa, væri maður and skot inn með biblíu í hendi, þannig að það sé allt í lagi að hefja undirbúning að inn göngu Íslands í Evrópusambandið . Í fram haldi sendi formaðurinn þingmannsefni sín út á meðal fólks með þau skilaboð að traust væri lykilorðið . Vg væri treystandi . Sjálfur stóð hann keikur að kveldi síðasta dags kosningabaráttunnar og sagði Vg stefnu- fastan flokk . Í tugþúsundavís voru kjósend- ur blekktir . Þeim var talin trú um að Vg stæði gegn aðild að Evrópu sambandinu . Það heyrðist hljóð úr horni . Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifaði formanninum opið bréf . Kjarninn í bréfinu er eftir- farandi: Hvernig má það vera að eftir allt sem á undan er gengið og skýra stefnu flokksins í þessum málaflokki ætlir þú Steingrímur J . Sigfússon að styðja frum varp um aðildarumsókn Ísland að Evrópusambandinu? Ef ekki hafa orðið sinnaskipti hjá þér þá hlýtur að vera ætlan þín að flækjast fyrir málinu á öðrum stigum málsins . Ef svo er ert þú farinn að stunda þau klækjastjórnmál sem að mínu viti var verið að berjast gegn í búsáhaldabyltingunni og Vinstri- hreyfingin grænt framboð hefur svo oft fordæmt . Með því að segja já við frumvarpi ríkisstjórnarinnar um aðildar- umsókn að Evrópusambandinu þá gerir þú þig að ómerkingi orða þinna en það sem verra er, þá gerir þú mig og alla þá sem börðust fyrir flokkinn í aðdraganda síðustu kosninga að ómerkingum orða sinna . Sjálfur fékk ég 50 manns til þess að skrá sig í flokkinn fyrir síðustu kosningar og það var klárt í mínum huga og í orðræðum mínum við það fólk að aldrei myndi flokkurinn taka þátt í því að færa Ísland nær Evrópusambandinu . Bréfinu lýkur Guðbergur Egill með svo- felldum orðum: Mín hollusta lýtur ekki að ákveðnum for- ingja eða stjórnmálamönnum heldur lýt- ur mín hollusta að Íslandi og engu öðru . Ég hef rætt við marga innan hreyfingar- innar og ekki enn fundið neinn sem er sammála þeirri leið sem þú og meiri hluti þingmanna okkar ætlar að fara . Hér að neðan skrifa einnig undir bréfið nokkrir af félögum okkar úr norðausturkjördæmi til þess að þú vonandi skynjir hug félaga þinna og kjósenda sem á engan hátt skildu þig á þann veg í aðdraganda kosninganna að þú myndir segja já við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu . Þú varst ekki kosinn á Alþingi Íslendinga af kjós- endum Vinstrihreyfingarinnar græns fram boðs til þess að samþykkja þesslags frum varp . Kveðja, Guðbergur Egill Eyjólfsson, flokksbundinn Vinstri grænn Umsóknin fór til Brussel daginn sem hún var samþykkt á Alþingi, 16 . júlí, með 33 atkvæðum á móti 28 en tveir sátu hjá . Sumir þingmenn Vg gerðu grein fyrir atkvæðum sínum . Álfheiður Ingadóttir og Svandís Svavarsdóttir gáfu atkvæði sitt tillögunni en sögðust á móti inngöngu engu að síður . Forysta Vg og formaðurinn sérstaklega veðjar á að sérstakar kringumstæður eftir hrun gefi svigrúm til að fórna kjarnanum í stefnu flokksins fyrir ríkisstjórnarþátttöku . Það er djarft veðmál .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.