Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 28

Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 28
26 Þjóðmál HAUST 2009 myndunarviðræður við Sam fylk ing una . Hann fékk samþykktan texta á lands f undi sem mætti lesa, væri maður and skot inn með biblíu í hendi, þannig að það sé allt í lagi að hefja undirbúning að inn göngu Íslands í Evrópusambandið . Í fram haldi sendi formaðurinn þingmannsefni sín út á meðal fólks með þau skilaboð að traust væri lykilorðið . Vg væri treystandi . Sjálfur stóð hann keikur að kveldi síðasta dags kosningabaráttunnar og sagði Vg stefnu- fastan flokk . Í tugþúsundavís voru kjósend- ur blekktir . Þeim var talin trú um að Vg stæði gegn aðild að Evrópu sambandinu . Það heyrðist hljóð úr horni . Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifaði formanninum opið bréf . Kjarninn í bréfinu er eftir- farandi: Hvernig má það vera að eftir allt sem á undan er gengið og skýra stefnu flokksins í þessum málaflokki ætlir þú Steingrímur J . Sigfússon að styðja frum varp um aðildarumsókn Ísland að Evrópusambandinu? Ef ekki hafa orðið sinnaskipti hjá þér þá hlýtur að vera ætlan þín að flækjast fyrir málinu á öðrum stigum málsins . Ef svo er ert þú farinn að stunda þau klækjastjórnmál sem að mínu viti var verið að berjast gegn í búsáhaldabyltingunni og Vinstri- hreyfingin grænt framboð hefur svo oft fordæmt . Með því að segja já við frumvarpi ríkisstjórnarinnar um aðildar- umsókn að Evrópusambandinu þá gerir þú þig að ómerkingi orða þinna en það sem verra er, þá gerir þú mig og alla þá sem börðust fyrir flokkinn í aðdraganda síðustu kosninga að ómerkingum orða sinna . Sjálfur fékk ég 50 manns til þess að skrá sig í flokkinn fyrir síðustu kosningar og það var klárt í mínum huga og í orðræðum mínum við það fólk að aldrei myndi flokkurinn taka þátt í því að færa Ísland nær Evrópusambandinu . Bréfinu lýkur Guðbergur Egill með svo- felldum orðum: Mín hollusta lýtur ekki að ákveðnum for- ingja eða stjórnmálamönnum heldur lýt- ur mín hollusta að Íslandi og engu öðru . Ég hef rætt við marga innan hreyfingar- innar og ekki enn fundið neinn sem er sammála þeirri leið sem þú og meiri hluti þingmanna okkar ætlar að fara . Hér að neðan skrifa einnig undir bréfið nokkrir af félögum okkar úr norðausturkjördæmi til þess að þú vonandi skynjir hug félaga þinna og kjósenda sem á engan hátt skildu þig á þann veg í aðdraganda kosninganna að þú myndir segja já við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu . Þú varst ekki kosinn á Alþingi Íslendinga af kjós- endum Vinstrihreyfingarinnar græns fram boðs til þess að samþykkja þesslags frum varp . Kveðja, Guðbergur Egill Eyjólfsson, flokksbundinn Vinstri grænn Umsóknin fór til Brussel daginn sem hún var samþykkt á Alþingi, 16 . júlí, með 33 atkvæðum á móti 28 en tveir sátu hjá . Sumir þingmenn Vg gerðu grein fyrir atkvæðum sínum . Álfheiður Ingadóttir og Svandís Svavarsdóttir gáfu atkvæði sitt tillögunni en sögðust á móti inngöngu engu að síður . Forysta Vg og formaðurinn sérstaklega veðjar á að sérstakar kringumstæður eftir hrun gefi svigrúm til að fórna kjarnanum í stefnu flokksins fyrir ríkisstjórnarþátttöku . Það er djarft veðmál .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.