Þjóðmál - 01.09.2009, Page 30

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 30
28 Þjóðmál HAUST 2009 F . Thoroddsen sem ber hinn hnyttna og grípandi titil: Íslenska efnahagsundrið – Flug eldahagfræði fyrir byrjendur . Sjálfstæðisflokkurinn og hrunið Íbókinni Sofandi að feigðarósi er nokk-uð dökkri mynd varpað fram af Sjálf- stæðisflokknum og þá ekki síst fyrrver andi formanni hans, Davíð Oddssyni . Telur höf undur að þeim manni megi kenna um flest það sem aflaga fór á síðustu árum og þá ekki síst eftir að sá og hinn sami tók við embætti seðlabankastjóra árið 2005 . Slíkur söngur lætur vel í eyruum Þorvaldar, enda er óbeit hans á Davíð Oddssyni alþekkt og hafa pistlar hans í Fréttablaðinu oftar en ekki fjallað um það hversu illa hinn síðarnefndi hefur leikið þjóð sína . Hefur sú afstaða Þorvaldar m .a . birst í því er hann tók undir orð Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaup þings, og hvatti til rannsóknar á því hvort forysta Seðla bankans hefði lekið upp lýsingum um bank ann til fjölmiðla og þá um leið brotið landslög (Fréttablaðið 26 . febrúar 2009) . Í gagnrýni sinni tekur Þorvaldur einnig undir þau orð Ólafs Arnarsonar að hrun- ið hafi í raun ekki stafað af „glanna skap útrásarvíkinga“ heldur miklu fremur orðið að veruleika vegna „sjúklegs ástands“ Sjálfstæðisflokksins, svo vitnað sé til orða Ólafs . Þegar Þorvaldur hefur vitnað til þessara orða og lýst þeim sem þunga miðju bókarinnar, tekur hann til við það ósmekk- lega viðfangsefni að draga í efa heilindi og starfsheiður Tryggva Gunnars sonar, umboðsmanns Alþingis, en hann situr eins og kunnugt er í þeirri nefnd sem Alþingi skipaði og hefur með höndum rannsókn á bankahruninu . En hvaða með öl um beitir Þorvaldur í því skyni . Jú, í ljósi þess að ástand Sjálfstæðisflokksins er „sjúklegt“ og var þess valdandi að hér fór allt í kaldakol, er ekki hægt að treysta manni sem á unglingsárum sat í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, nánar tiltekið á árabilinu 1973–75 . Svo sjúkt er ástand flokksins og þar með þjóðarinnar allrar, að mati Þorvaldar, að menn sem eitt sinn hafa tekið þátt í stjórnmálastarfi á vegum fyrrnefnds flokks, jafnvel fyrir meira en þrjátíu árum, eru algjörlega ófærir um að sinna störfum sínum af heilindum og trúmennsku . Því verði að kalla til erlenda sérfræðinga sem ekki séu algjörlega samdauna því kerfi sem allt hafi lagt í rúst og nánast tekist að kenna grandalausum útrásarvíkingum um herlegheitin um leið . Í lokahluta greinar sinnar bendir Þorvald- ur einnig á hina miklu ábyrgð Sjálfstæð is- flokksins á öllu því sem aflaga hefur farið hér á landi á síðustu árum . Í umfjöllun sinni um bók Jóns F . Thoroddsen segir hann m .a . að hún reki: „hagsögu síðustu ára í samhengi við liðna tíð . Bókin lýsir hlutverki fjölmargra, sem koma við sögu bankanna, og nefnir nöfn .“ Því skal þó haldið til haga að þessi hagsaga hefur ekki að geyma eina einustu neðanmálsgrein og því síður heimildaskrá . Hvernig slík bók geti með góðu móti rakið hagsögu síðustu ára, hlýtur flestum að vera fyrirmunað að skilja . Þá er einnig rétt að halda því til haga, í ljósi þess að Þorvaldur segir bókina „nefna nöfn“, að Hörður sá sem vísað er til á bls . 67 og gegndi eitt sinn starfi forstjóra hjá Eimskipafélaginu er Sigurgestsson en ekki Sigurgeirsson og framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja heitir alls ekki Friðjón heldur Guðjón, þó rétt sé farið með föðurnafnið í það skiptið (bls . 61) . Hægt er að gera þá lágmarkskröfu til sagnaritara, jafnvel þeirra sem skrifa um hagfræði og viðskipti, að þeir fari rétt með nöfn þeirra manna sem þeir sjálfir telja aðalleikara sögu sinnar . Í fyrrnefndum lokahluta greinarinnar er öllu púðri eytt í að spyrða saman Bjarna Benediktsson, núverandi formann Sjálf- stæðis flokksins, og Hannes Smárason, hinn

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.