Þjóðmál - 01.09.2009, Side 32

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 32
30 Þjóðmál HAUST 2009 talin þarft innlegg í umræðuna um þessar stundir og hefðu fleiri mátt taka framtak hans til fyrirmyndar og vinna að uppbyggilegri umræðu um næstu skref okkar Íslendinga í átt til endurreisnar . Í inngangi að bók sinni segir Þorkell um tilgang hennar: „Tilgangurinn með bókinni er að benda á að stjórnarhættir stjórnarmanna og stjórn- enda og hin efnahagslega umgjörð og eftirlit skiptir sköpum við að byggja upp réttlátt og hagfellt viðskiptaumhverfi .“ (bls . 11) . Ómálefnaleg umfjöllun Þorvaldar um Þorkel er óþarft innlegg til umræðunnar og raunar til vansa . Mikilvægt er að menn vandi sig þegar þeir fella dóma um fólk og á það benti Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka í kjölfar umræddrar greinar, svo mjög blöskraði honum níðið (Fréttablaðið 24 . júní 2009) . Vert er að huga að því hvað stórir dómar prófessorsins um bók Þorkels fela í sér . Bera þeir vönduðum vinnubrögðum vott? Er hagfræðingum framtíðarinnar kennt að vega og meta mál með þessum hætti? Ódýr afgreiðsla Það var engu líkara en æði hefði gripið um sig þegar JPV gaf út bókina Hrunið eftir Guðna Th . Jóhannesson . Bókin rok- seldist og allir helstu álitsgjafar gáfu henni frábæra einkunn . Gekk Páll Baldvin Baldvinsson svo langt að tala um hana sem „grundvallarrit“ fyrir þá sem á næstu mán- uðum vilja fylla í eyðurnar og átta sig betur á þeirri atburðarás sem við urðum vitni að í kjölfar bankahrunsins . En Þorvaldur Gylfason gefur lítið fyrir þessa bók og segir hana í raun eins og „langt símtal“ þar sem höfundur reki „atburðarásina í belg og biðu, án þess að séð verði, að höfundurinn hafi myndað sér skýra skoðun á viðfangsefninu eða hafi löngun til að draga lærdóma af því .“ Þá heldur hann áfram og segir: „Í bókinni örlar varla á greiningu á orsökum og afleiðingum hrunsins og ekki heldur á sögulegri sýn á innviði og umhverfi bankanna .“ Þeir sem lesið hafa bók Guðna vita þó að þar er um gagnmerka lýsingu á atburðarás haustsins að ræða . Enda skýrir höfundurinn markmið bókarinnar vel í inngangi að henni en þar segir hann: „Í þessari bók er greint frá því sem gerðist frá degi til dags þessa mánuði . Öðru hvoru er litið um öxl og minnst á dýpri ástæður þess að svo fór sem fór, án þess að útskýra til hlítar bankahrunið og afleiðingar þess . Til þess er of skammt um liðið . . . “ Þá reynir Þorvaldur einnig að kasta rýrð á vinnubrögð og þekkingu Guðna er hann ýjar að því að hann blandi saman innistæðum og skuldum þegar hann gerir skuldbindingar bankanna að umtalsefni . Vísar hann sérstaklega í þeim efnum til texta á síðu 131 í bókinni . Þegar nánar er litið á málið kemur hins vegar í ljós að Guðni hefur fullan skilning á viðfangsefninu og er þar að vísa til fréttar í Morgunblaðinu þar sem fjallað var um neyðarlögin íslensku og beitingu breskra stjórnvalda á hryðjuverkalögum þar í landi gegn íslenskum bönkum . Í þeirri umræðu allri veltu menn fyrir sér ábyrgð íslenskra stjórnvalda á bankakerfinu og í hverju hún gæti falist . Það skipti vissulega gríðarlega miklu máli þar sem skuldir bankanna námu um tíu þúsund milljörðum íslenskra króna . Þar var ekki verið að fjalla um innistæðutryggingar sérstaklega eða þá ábyrgð sem innistæðutryggingasjóður hefur í sér fólgna . Þorvaldi virðist og sárna að Guðni skuli á einum stað í bók sinni benda á að háskólamenn hafi tekið þátt í því að lofsama útrás íslenskra auðmanna . Vísaði hann þar sérstaklega til ummæla dr . Jóns Ólafs sonar, prófessors, í þá veru . Kannski er viðkvæmni Þorvaldar af persónulegum toga spunnin, enda er sannleikanum hver sárreiðastur . Þannig er nefnilega mál með vexti að þó Þorvaldur segist sakna

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.