Þjóðmál - 01.09.2009, Page 34

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 34
32 Þjóðmál HAUST 2009 Einar Sigurðsson Icesave – klúður á klúður ofan Undirritaður var einn af þeim fjöl-mörgu sem tóku þátt í opinberri um ræðu vegna Icesave . Það var gert til að benda á þau stórkostlegu mistök samn- inga nefndar inn ar íslensku sem varða rétt kröfuhafa í þrota bú Landsbanka Íslands en nefndin samdi um að greiða langt um fram hugsanlega skyldu varðandi greiðslu innistæðu trygg inga . Hæsta rétt ar- lögmennirnir Ragnar H . Hall og Hörður Felix Harðarson unnu lögfræðiálit um rétt kröfu hafa í Landsbankanum en Ragnar hafði áður skrifað blaðagrein um þetta efni . Það álit notaði ég til að reyna að reikna mig niður á þá tölu sem samn inga- nefndin íslenska hafði ákveðið að íslensk ir skattgreiðendur ættu að borga um fram þær 20 þúsund evrur sem inni stæðu trygg ing in á að vera . Ljóst var að nefndin hefði gert mörg hundruð milljarða mistök . Hægt er að skoða í dag sérstakan Icesave-reikni á mbl.is sem sýnir þetta . Það er til vitnis um hversu lítinn gaum stjórnvöld gáfu þessu máli að engin gögn sem vörðuðu þetta atriði voru unnin á meðan samninganefndin var að störfum . Samkvæmt vefsíðunni island.is eru öll gögn sem varða þetta atriði til komin eftir að gagnrýni á samningana kom fram . Fleiri hafa bent á óskilja n leg mistök, svo sem Helga Jónsdóttir sem vakti athygli á því að Íslend ingum væri ætlað að greiða vexti frá áramótum í stað þess að byrja að greiða þá 1 . október . Indriði Þorláksson kvað það ekki stórt atriði . Svo kom í ljós að þarna var um að ræða 24 milljarða af skattfé landsmanna . Benti Ögmundur Jónasson flokksbróður sínum, Indriða, á það að þetta væri víst stórmál . En um hvað hefur Icesave-málið snúist og hvernig hefur það þróast í sumar? Icesave hefur ávallt snúist um þrjár ein faldar spurningar . Við þeim öllum verða þing menn að kunna svörin áður en þeir geta sannfært sig og þjóðina um að hags muna okkar Íslendinga hafi verið gætt í samn ingum við hollensk og bresk stjórnvöld . Ekki er að sjá á svokallaðri fyrirvaraleið, sem að lokum var samþykkt á Alþingi, að eftirfarandi spurning um hafi verið svarað: 1 . Ber Íslendingum að borga Icesave- skuldbindingar Landsbankans?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.