Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 36
34 Þjóðmál HAUST 2009
inn . En þá er nauðsynlegt að leita svara
við síðari spurningunum sem lítill gaumur
virðist hafa verið gefinn í samningaferlinu .
Á island.is, sem er upplýsingasíða á net-
inu vegna Icesave, sést að öll gögn sem
unnin voru vegna þessara mikilvægu
atriða voru gerð eftir að samningum lauk
og samninganefndin lagði þau ekki til
grundvallar sinni vinnu . Það er þó engin
afsökun fyrir því hvers vegna gerður var
samningur um jafna stöðu krafna Íslands,
Bretlands og Hollands gagnvart þrotabúi
Landsbankans . Er hugsanlegt að í því liggi
stærstu mistök samninganefndarinnar?
Getum við borgað?
Svarið við þeirri spurningu er: Lík-lega ekki . Gylfi Magnússon, við skipta-
ráðherra, hefur rætt um að á íslenska ríkið
og þar með skattgreiðendur falli um 350
milljarðar íslenskra króna (tveir milljarðar
evra) . Sú fjárhæð getur orðið mun hærri þó
ekki væri nema vegna þess að eignir gamla
Landsbankans, sem færðar hafa verið
yfir í Nýja Landsbankann, eru ofmetnar .
Skuldabréf sem Nýi Landsbankinn gaf út
til þess gamla, og metið var í upphafi á 284
milljarða, mun aldrei ná að standa undir
þeim verðmætum . Gylfi Magnússon og
Steingrímur J . Sigfússon, fjármálaráðherra,
hafa upplýsingar um þessa staðreynd og
hafa haft í allt sumar! Hafa þarf í huga að
þeir 350 milljarðar sem Gylfi Magnússon
segist hafa reiknað út að við getum
borgað eru miðaðir við bestu hugsanlegu
niðurstöðu .
Einhvers staðar frá þurfa þessir pen-
ingar að koma og það verður frá skatt-
greiðendum, einstaklingum og fyrir tækj-
um . Stórkostlegur niðurskurður þarf að
eiga sér stað hjá hinu opinbera auk þess
sem kaupmáttur mun minnka um talsvert
meðan skattgreiðendur borga skuldir
Lands bankans . Allir í samninga nefndinni
munu vera ríkisstarfsmenn, með tryggð
eftirlaun og annað í þeim dúr . En það
sama verður ekki sagt um venjulega skatt-
greiðendur á Íslandi . Þeir munu þurfa
að sætta sig við lakari lífskjör og verri
þjónustu frá hinu opinbera meðan greitt er
af lánunum, að því gefnu að Ísland standi
yfirleitt undir afborgunum, en það skal
dregið stórlega í efa .
Eftir að nokkrir hagfræðingar komu
fram og gagnrýndu samningana var Seðla -
bankinn fenginn til að gefa álit á þeim
og getu Íslands til að greiða . Virtist álitið
hafa verið pantað enda sást á þessu plaggi
að norski lausamaðurinn ætlaði ekki að
styggja vini sína í vinstri flokk unum . Sjálf-
stæði Seðlabankans er orðin tóm þegar
rík is stjórnin getur pantað álit sem þetta .
En þótt niðurstaðan hafi verið pöntun gat
Seðla bankinn ekki falið þá staðreynd að ein
meginröksemdin fyrir því að Íslend ingar
geti borgað er að viðskiptajöfnuður verði
jákvæður allan tímann sem á greiðslum
stendur . Og hver skyldi vera ástæðan fyrir
jákvæðum viðskiptajöfnuði allan þann
tíma? Jú, veik króna . Almenningur kaupir
ekki mikið frá útlöndum þegar krónan er
veik . Það er sem sagt niðurstaða Seðlabanka
Íslands að Íslendingar geti borgað Icesave-
skuldina með því að draga stórlega úr
kaup mætti landsmanna, þ .e . lífskjör verða
að dragast mikið saman .
Margir drógu í efa þær forsendur
sem Seðla bankinn lagði til grundvallar
áliti sínu . Fjárlaganefnd ákvað að biðja
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um
sitt álit . Niðurstaða Hagfræðistofnunar
var á allt annan veg en Seðlabankans .
Hagfræðistofnun álítur að fjármagna þurfi
lánið síðar (en það þýðir að Icesave sé
kúlulán, sem þykja ekki fín í dag) og telur að
líkur séu á fólksflótta frá landinu . Aðallega
af þessum ástæðum ákvað fjárlaganefnd að