Þjóðmál - 01.09.2009, Page 50
48 Þjóðmál HAUST 2009
ríkið skuli reist á sósíalisma undir lýðræðis
legu einræði þjóðarinnar, svo undarlega sem
þetta nú hljómar í okkar eyrum . En kredd-
ur hafa óspart verið lagðar fyrir róða .
Verulega hefur dregið úr ríkisrekstri og
kapp verið lagt á að taka upp á sem flestum
sviðum þær aðferðir og rekstrarform er
mestum árangri skila – burtséð frá hvort þau
verði fræðilega heimfærð undir sósíalisma
eða kapítalisma . Um leið og einkarekstur
og fleira framandi hefur haldið innreið sína
í sívaxandi mæli, gætir þó mjög greinilega
feimni við að viðurkenna slíkt í orði . Frem ur
er talað um sósíalisma í kínverskri út færslu
eða með kínverskum sérkennum („with
Chinese characteristics“) . Og fyrrverandi
for seti Kína, Jiang Zemin, sem heimsótti
Ís land árið 2002, hefur komist þannig að
orði, að hin kínverska gerð sósíalismans
sé ennþá að slíta barnsskónum og muni
þurfa langan tíma til að fullmótast . Það
er því svo, að þótt margt sem nú ber fyrir
augu í Kína líkist því sem er rótgróið á
Vesturlöndum, vilja kínverskir ráðamenn
fremur líta svo á að þeir séu að skapa nýtt
en hverfa frá hugsjónum sínum og ganga á
vit hugsjóna annarra . Þetta viðhorf tengist
einnig margskonar gagnrýni sem vart verður
meðal Kínverja á framkvæmd lýðræðis í
þeim löndum sem teljast til lýðræðisríkja .
Og takmarkið er auðvitað að það stjórnarfar
sem þróist í Kína – þeirra útfærsla – taki
öllu öðru fram í fylling tímans .
Hyggindi sem
í hag koma
Margt í stjórnarfari í Kína vekur athygli
fyrir raunsæi og hyggindi . Tvö einföld
dæmi mætti nefna um þetta:
Deng gerði sér grein fyrir að ómögulegt
væri að lyfta allri kínversku þjóðinni upp í
einu efnahagslega . Því væri rétt að byrja í
stórborgunum og austurhéruðum landsins .
Nýta síðan í fylling tímans styrkinn sem þar
yrði náð til framfarasóknar inn í sveitirnar .
Hitt dæmið er takmörkun barneigna,
eitt barn á hjón . Með því var komið í veg
fyrir að sá mikli vandi – að tryggja afkomu
þjóðarinnar og útrýma fátækt – hlypi á
undan stjórnvöldum . Sleginn var hringur
utan um vandann um leið og ráðist var í að
leysa hann .
Ýmsum hefur reyndar þótt hér ómann-
úð lega farið að – og vísbendingar eru því
mið ur um að framkvæmdin hafi í sumra
hönd um verið allhrottafengin . En Kín-
verjar eru nú nálægt 1,3 milljörðum –
fimmt ungur mannkyns . Í byrjun þessarar
aldar mátti lesa að hefðu barneignir ekki
verið takmarkaðar væru Kínverjar þá orðnir
um 338 milljónum fleiri . Skv . því væru þeir
fyrir löngu orðnir meira en 1,7 milljarðar,
ef þá matvælaskortur og sjúkdómar hefðu
ekki komið í stað stjórnarstefnunnar
til enn harkalegri takmörkunar á fólks-
fjölgun inni .
Bandaríkjaþing, sem lætur sig margt
varða, efndi fyrir allmörgum árum til
yfirheyrslu um þessa takmörkunarstefnu
Kínverja . Hraut þar margt gagnrýnisorðið .
Þó verður að ætla, að þeim mönnum vestra,
sem áhyggjur hafa af þróuninni í Kína, yrði
síst rórra, ef Kínverjum fjölgaði hömlulaust .
Skv . spám stefnir í að Kínverjum hætti að
fjölga þegar þeir ná 1,6–1,7 milljörðum .
Stöðugur hár hagvöxtur
um árabil
Hagvöxturinn í Kína hefur árum saman
verið mjög hár, gjarna 7–8 af hundraði
eða meira skv . opinberum tölum . Þær eru
reyndar ekki óumdeildar og staðhæft að
t .d . skýrslugjafir úr afskekktum héruðum
mótist síður af raunveruleikanum en vilja
flokksforkólfa þar til að sýna að þeir hafi
staðið í stykkinu, náð markmiðum lands-