Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 53

Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 53
 Þjóðmál HAUST 2009 51 hags muna meirihluta þjóðarinnar og standa vörð um annars vegar framleiðsluöflin og hins vegar menningarþróunina . Með þessu sýnist vera af hyggindum og fram sýni brugðist við þeirri þróun sem orðin er í þjóðfélaginu og fyrirsjáanlegt er að haldi áfram . Þessi breyting á Kommúnistaflokknum er mjög áþekk þeirri sem Gorbatsjov reyndi allt hvað hann gat að koma um kring í Sovétríkjunum en lánaðist ekki vegna öflugrar andstöðu íhaldsaflanna í flokki hans . Menningarbyltingin sætir harðri gagnrýni Því er haldið fram – og trúað – að meira lýðræðis og frjálsræðis gæti nú innan kín- verska kommúnistaflokksins en áður var; sömuleiðis innan þjóðþingsins og ráð gjaf- arþingsins . Úti í þjóðfélaginu eiga sér einnig stað frjálslegar umræður ólíkt því sem áður var . M .a . er ekki hikað við að gagnrýna hve skaðvænleg „menningarbyltingin“ hafi verið, hvernig hún hafi seinkað framförum sem valdi því að nú þurfi þjóðin að leggja ennþá meira að sér til að vinna upp þennan glataða tíma . Þá hafa á síðustu árum hafist tilraunir með lýðræðislegar kosningar til sveitarstjórna víðsvegar um landið og er ætlunin að færa út kvíarnar í því efni . Jiang Zemin fv . Kínaforseti hefur komist svo að orði að kínverska þjóðin hafi aldrei í sögu sinni ráðið meiru um eigin hag . Trúlega er þetta rétt . Þróunin hefur þannig verið í rétta átt, þótt mörgum þyki hægt farið . Þar ber sjálfsagt að hafa meðal annars í huga að tímaskyni þjóðar sem státar af meira en 5000 ára gömlum menningararfi hættir til að vera annað en þeirra sem eiga sér skemmri sögu . Ekki er langt síðan tekið var upp í stjórn- ar skrá Kína í fyrsta sinn að með lögum skuli land byggja . Í langri sögu þjóða rinn ar hafa það verið lítt heftir duttlungar vald- haf anna sem réðu . Lagabætur hafa ýmsar átt stað þ . á m . hefur réttur sakborninga verið betur tryggður í refsilögum og réttur kvenna í hjúskaparlöggjöf . Í tengslum við aðild Kína að Alþjóðaviðskiptastofnun- inni (WTO) hafa einnig verið gerðar víð tækar breytingar á löggjöf og reglum á viðskiptasviði til aðlögunar að kröfum al þjóða viðskipta . Staðan í mannréttindamálum Það er mat margra sem vel þekkja til að þró un mannréttindamála í Kína þokist í rétta átt . Kínverskir ráðamenn bregðast raunar ókvæða við þegar þeir eru hirtir í heims press unni fyrir meint mannrétt- inda brot . En þeir hafa reynst fúsir til að halda samráðsfundi um fjölmarga þætti mannréttindamála með fulltrúum vest- rænna ríkja og stofnana . T .d . hefur Raoul Wallenberg stofnunin við Lundarháskóla, sem dr . Guðmundur Alfreðsson veitir forstöðu, haldið námskeið í Kína með fulltingi kínverskra stjórnvalda . Vestræn ríki reyna að sjálfsögðu að halda því að kínverskum ráðamönnum að öll mann réttindi séu jafnrétthá og beri að virða . Þessu er ekki hafnað af kínverskri hálfu en staðhæft að menning og þjóðfélagsaðstæður hljóti að ráða nokkru um framkvæmdina . Þau mannréttindi sem allir geri fyrst kröfu til að njóta sé að hafa í sig og á . Ljóst er að kín verskir ráðamenn telja að algjöru lýðræði að vestrænni fyrirmynd fylgdi sú áhætta að allt gæti farið úr böndum efnahagslega og afkomu þjóðarinnar yrði þar með stefnt í hreinan voða . Hrun Sovétríkjanna og þróunin í Rússlandi styrkti með þeim þessa skoðun .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.