Þjóðmál - 01.09.2009, Side 55

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 55
 Þjóðmál HAUST 2009 53 Í apríl 2009 samdi Fjármálaráðuneytið við Sjónarrönd ehf . um að framkvæma mat á afrakstri orkusölu til erlendrar stór iðju fyrir íslenska þjóðarbúið,“ segir í frétta til- kynningu Fjármálaráðuneytis nr . 53/2009, dagsettri 28 . júlí 2009 .* Það er með endemum, að á meðan Ísland var enn á leið niður í öldudal verstu heims- kreppu í 80 ár vegna hruns fjármálakerfis heimsins, skuli fjármálaráðherrann, Stein- grímur Jóhann Sigfússon, telja nauð synlegt að verja takmörkuðum fjármunum ríkis- sjóðs til að slá stoðum undir gamla og vel þekkta skoðun sjálfs sín um þjóðhag slega óhagkvæmni virkjana til stóriðju og er- lendra fjárfestinga í stóriðju á Íslandi . Til verksins valdi hann hvorki meira né minna en 4 hagfræðinga, sem flestir eru þekktir af gagnrýni sinni á virkjanir fyrir stóriðju og á stóriðjuna sjálfa . Á tím- um bréfahagkerfisins, þar sem sumir höfundanna gagndu áberandi hlutverkum í fjármálageiranum, hlaut þessi gagnrýni töluverðan hljómgrunn . Það er hins vegar torskiljanlegt, hvernig fjármálaráðherra og téðum fjórmenningum dettur í hug að bera á borð þessar lummur á tímum fjársveltis atvinnulífsins og fjöldaatvinnuleysis . Hagfræðingarnir gera sig seka um að beita tölfræði með vafasömum hætti . Þeir nota hvorki sömu tímabil né jafn löng við samanburð . Þegar borinn er sam an innlendur og erlendur orkuiðnaður, eru bornar saman ósambærilegar stærðir . Hag - fræð ingarnir ættu að vita, að við sam an burð á arðsemi orkufyrirtækja verður að taka tillit til eðlis orkusamninga við kom andi fyrirtækja . Yfir 70% íslenzkrar raforku- vinnslu fara til stóriðnaðar, en í Evrópu og í Bandaríkjunum er þetta hlutfall undir fjórðungi . Orkusala íslenzkra orku vinnslu - fyrirtækja er þess vegna háð mun minni markaðsóvissu, og þar af leiðandi get ur ávöxtunarkrafan verið lægri en erlendis . Þar að auki eru vatnsorkuverin, sem mynda Bjarni Jónsson Áróðursplagg – og misnotkun á skattfé ____________ * Mat á arðsemi orkusölu til stóriðju: Fyrsta áfangaskýrsla . Sjónarrönd ehf . fyrir Fjár mála ráðuneytið 29 . maí 2009 . Höfundar: Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur, dr . Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur, dr . Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Íslands, og dr . Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.